Algjör Sveppi í Aarhus

Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum

Fjölskyldumyndin ALGJÖR SVEPPI OG GÓI BJARGA MÁLUNUM verður sýnd í Aarhus mánudaginn 24. Nóvember næstkomandi.
ATH aðeins 90 miðar í boði, MIÐASALA HEFST SÍÐDEGIS MÁNUDAGINN 17. NÓV. Miðaverð er um 150kr.
Myndin verður sýnd í Fælleshuset, Snogebæksvej 42, 8210 Aarhus V. (Sama stað og Hrekkjavakan var og þar sem við munum halda Skötuveisluna.)

Hægt er að kaupa miða hérna: https://www.tix.is/is/Event/89/

Meiri upplýsingar eru á Facebook: https://www.facebook.com/events/335345359981588/

Skötuveisla ÍSFÁN og laufabrauðs útskurður

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi…

Það er komið að hinni sérlega vellyktandi jólahefð Íslendinga, skötuveislan Herlegheitin verða haldin þann 14 Desember því í ár ætlum við að bjóða upp á laufabrauðs útskurð. Ef áhugi er fyrir því þá þarf að panta og borga laufabrauðið fyrir fram. Verð er 80kr fyrir 20 stk.

Húsið opnar kl 15 þar sem við byrjum að skera út laufabrauð
Hlaðborðið byrjar kl 17
Snogebæksvej 42, 8210 Aarhus V

Þar sem að skatan er nú bara fyrir þá allra hörðustu, verður einnig saltfiskur fyrir hálfdrættingana. Einnig verður hægt að kaupa pylsur fyrir kjötæturnar. Sjoppan góða verður á sinum stað með allskyns gotteríi og þá einna helst ber að nefna malt og appelsín fyrir jólaboðin.

120kr á hlaðborðið og pylsa á 10kr.

Hægt verður að greiða við innganginn en pantanir fara fram hjá Sunnevu Maríu
Sími 29860700 eða
sunnevadesign@gmail.com

Síðasta lagi 30.nóvember.

Hlökkum til að sjá sem flesta… smell you later…
Stjórnin

Hrekkjavaka í Aarhus

Hæ allir nýjir sem gamlgrónir Árhúsingar!!!

Nú styttist í hrekkjavöku hryllinginn laugardaginn þann 8. nóv.
Þetta er náttúrulega kjörið tækifæri til að kynnast nýju fólki sem og rækta gamlan vinskap. Og við viljum við benda á að allir búningar, hvort sem þeir eru hryllilegur eður ei, eru gjaldgengir. Hinir sem eru óuppklæddir greiða skammar gjald 30 kr. :D
Barna ballið byrjar kl:14 og fullorðna kl:20.
Ófreskjur og skrimsli eru komnar á ró
Ekki missa af halloween nótt.

Sjáumst hress og kát.

Hryllileg hrekkjavaka

8 Nóvember kl:14-17 og 20-02 í Snogebæksvej 42 8210 Aarhus V

Nú er að koma að hinu árlega hrekkjavökuballi Ísfáns.
Laugardaginn 8. Nóvember næstkomandi ætlum við að bjóða drungalegum verum í haustfagnaðinn.

Þar sem að barnahrekkjavakan í fyrra vakti mikla lukku, verður hún að sjálfsögðu endurtekin, og byrjar barnaballið kl: 14 til 17. Rétt eins og í fyrra verður hlaðborð með hryllingsréttum og verðlaun fyrir mesta ógeðsréttinn, verðlaun fyrir besta búninginn, sjoppa, og alls kyns skemmtileg afþreying.

Seinna um kvöldið verður svo fullorðins. Húsið opnar kl:20 og lokar kl: 02:00. Hér verða líka veitt verðlaun fyrir besta búninginn og mun hefðin standa að þeir sem eru búningalausir greiða skammargjald uppá heilar 30 krónur við innganginn. Hægt verður að kaupa ódýrann bjór og áfengi og boðið verður uppá smá snakk.

Hlökkum til að sjá sem flesta
STJÓRNIN

Íslenskir prjónadagar á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn

Helgina 20.- 21. september gefst gestum kostur á að læra um íslenskar prjónahefðir, munstur, ull og að sjálfsögðu íslensku lopapeysuna í menningarhúsi Íslendinga í Kaupmannahöfn, Norðurbryggju. Dagskráin er frá 12-17 báða daga.

Halla Benediktsdóttir hefur staðið fyrir samsetningu dagskrárinnar, en boðið verður upp á ýmsa fyrirlestra og vinnustofur, þar sem íslenskir hönnuðir og prjónaáhugafólk kynnir verkefni sín.

Báða dagana gefst því tækifæri á að læra um íslenskar prjónahefðir og menningu, t.a.m. um lopann, litun á lopa, sem og að hanna sitt eigið munstur fyrir íslensku lopapeysuna. Einnig verður boðið upp á svokallað prjónarölt þar sem að sagt verður frá 250 ára sögu pakkhússins sem hýsir menningarhúsið, á meðan gestir rölta með prjónadótið milli handanna.

Fyrirlestrar

 • Norrænar prjónahefðir – Fæeyjar vs. Ísland
 • Prjónaferðamennska á Íslandi
 • Prjónamunstur – hraðnámskeið
 • Íslensk ull á rokkinum 2014
 • Litun á ull með náttúrulitum

Vinnustofur

 • Lærðu að splæsa saman endum
 • Lærðu að setja rennilás í prjónaða peysu. Taktu með peysu og fáðu aðstoð

Einnig verður möguleiki á að kaupa garn, prjónapakka/kit og uppskriftir frá ýmsum hönnuðum.
OBS: Þeir fyrstu fá gjafapoka frá Ístex með garni og uppskrift!

Skoðið myndir af verkefnum þátttakenda www.facebook.com/NordatlantensBrygge.

Þátttakendur

 • Anna Dröfn – Kví kví – Spinnur eigin ull/ uppskriftir/ prjónapakkar/kit
 • Anna Kristín Helgadóttir – uppskriftir
 • Elín Guðmundsdóttir – tölur úr roði
 • Fru Zippe – verslun með garn frá Íslandi
 • Guðrún Bjarnadóttir – náttúrulitað garn
 • Halla Benediktsdóttir – Prjónanörd og skipulagsaðili hátíðarinnar
 • Hulda Hákonardóttir – Ístex
 • Kristín Brynja Gunnarsdóttir – garn, ull og silki
 • Margrét Halldórsdóttir – prjónapakkar/kit
 • Ragnheiður Jóhannsdóttir – prjónaferðamennska á Íslandi
 • Rósa Hlín Sigfúsdóttir – heklpakkar/kit
 • Sigrún Elíasdóttir – heimaspunnið garn úr ull og kanínuhárum
 • Sverrir Pétursson – hannaðu þína eigin lopapeysu

Aðgangseyrir:
Annar dagurinn: 100 kr
Báðir dagarnir: 150 kr

Hægt er að kaupa miða á politikenbillet.dk/nordatlanten