17. Júní 2015

Hæ hó jibíjeij og jibíjeij
Það er að koma 17. Júní

Í því tilefni ætlum við að halda upp á daginn 14.júní frá 13:00 til 16:00 í grænlenska húsinu, líkt og undanfarin ár. Grænlenska húsið er staðsett við Dalgas Avenue 52, 8000 Aarhus. Sami staður og alltaf :)

Við verðum með andlitsmálningu fyrir börnin, förum í leiki og eitthvað meira gaman.

(Munið eftir gömlu bókunum fyrir skiftibókamarkaðinn. )

Við verðum með grill á staðnum og verðum með SS pylsur og drykki til sölu. Biðjum við ykkur endilega um að koma með skiptimynt. ( 5, 10 og 20 kr)

Verðlisti:

  • “Ein með öllu”: 10 kr.
  • Djúsferna: 5 kr.
  • Íslenski fáninn: 5 kr.
  • Appelsín/malt: 20 kr.
  • Kippan: 100 kr.
  • Kaffi/Te frítt :)

Sjoppan verður auðvitað á sínum stað.

Hlökkum til að sjá ykkur í þjóðhátíðarskapi

Þorrablót ÍSFÁN 2015

Kæra Aarhus og nágrenni, þá er komið að því!

Þorrablót Ísfán 2015!

Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen), Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov

Laugardaginn 31. Janúar 2015.
Húsið opnar kl: 18:30. Borðhald hefst: 19:00

Kraftlyfting er hljómsveit án hliðstæðu, ósvikin íslensk ballgrúppa. Spila eins og englar, dansa eins og djöflar og klæða sig eins og kóngafólk. Meðlimir sveitarinnar eru ballvanir langt aftur í ættir, allir sem einn, og hærra hlutfall dansandi gesta finnurðu ekki annars staðar en á balli með Kraftlyftingu.
Þeir ætla að heiðra okkur að þessu sinni með nærveru sinni og skemmta okkur langt fram á nótt.

Jónas Oddur Björnsson, matreiðslumeistari ætlar að koma aftur og sjá til þess að hlaðborðið verði óaðfinnanlegt.

Miðaverð Í mat og ball er 400 kr.
Miðaverð á ball er 150 kr.

Miðapantanir fara fram hér:
https://docs.google.com/forms/d/1i6jXnYS2HONcovva75j8YotfMAw0QD6jFvr7AwgR81k/viewform

Greiða skal inn á Danske bank síðasta lagi 16. janúar Muna að að skrifa símanúmer og nafn

Reg:1551
Ktn:16785741

Hlökkum til að sjá ykkur öll í ykkar fínasta pússi, með sparibrosið.

Kveðja, Þorrablótsnefnd Ísfán.

Jólaball ÍSFÁN 2014

Hó hó hó.
Hið árlega og sívinsæla jólaball Ísfán verður haldið með pompi og prakt Laugardaginn 27. desember 2014 á milli klukkan 14 og 16. Á sama stað og í fyrra.

Skæring forsamlingshus, Egå Møllevej 7, 8250 Egå.

Fyrirkomulagið er sem fyrri ár þannig að allir eiga að koma með eitthvað girnilegt á hlaðborðið sem verður glæsilegra með hverju árinu. Það jafnast ekkert á við íslenskt hátíðarhlaðborð!

Það verður hlustað á íslenska jólatónlist, hægt verður að versla íslenskt sælgæti og auðvitað appelsín og malt og þegar allir eru orðnir úttroðnir af marengstertum, smákökum og heitum brauðréttum þá gæti vel farið svo að jólasveinninn kíkti í heimsókn og drægi lítil sem og fullorðin börn út á gólf til að syngja og dansa í kringum jólatréð. Börnin fá svo að sjálfsögðu glaðning fá sveinka!

Þetta er skemmtilegasti barnaviðburður ársins! Ef þið eruð ekki á klakanum yfir jólin, komið þá endilega og fáið með okkur smá íslenska jólastemmningu beint í æð. Það er því skynsamlegt að versla inn og undirbúa hvað þú ætlar að koma með á hlaðborðið á meðan verslanir eru opnar og eitthvað fæst í þeim ;-)

Hún Mollý Jökulsdóttir kom með þessa frábæru hugmynd að hún vildi syngja út jólin. Hún er buin að finna hljómssveit og ætlar að búia til smá kósý kaffihúsastemingu með íslenskum jólalögum.

Mollý Jökulsdóttir, Andrés ben, Hörður Hermann Valsson og Arnþór Benediktsson ætla því að spila frá ca. kl. 17:00–18:30.
Þeir sem vilja vera áfram eftir jólaballið og hlusta sitja bara sem fastastir. En annars eru allir velkomnir að koma kl. 17 og upplifa smá jólakósý stemningu.

Við hlökkum til að sjá ykkur og óskum ykkur gleði og friðar fram að því.

Algjör Sveppi í Aarhus

Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum

Fjölskyldumyndin ALGJÖR SVEPPI OG GÓI BJARGA MÁLUNUM verður sýnd í Aarhus mánudaginn 24. Nóvember næstkomandi.
ATH aðeins 90 miðar í boði, MIÐASALA HEFST SÍÐDEGIS MÁNUDAGINN 17. NÓV. Miðaverð er um 150kr.
Myndin verður sýnd í Fælleshuset, Snogebæksvej 42, 8210 Aarhus V. (Sama stað og Hrekkjavakan var og þar sem við munum halda Skötuveisluna.)

Hægt er að kaupa miða hérna: https://www.tix.is/is/Event/89/

Meiri upplýsingar eru á Facebook: https://www.facebook.com/events/335345359981588/

Skötuveisla ÍSFÁN og laufabrauðs útskurður

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi…

Það er komið að hinni sérlega vellyktandi jólahefð Íslendinga, skötuveislan Herlegheitin verða haldin þann 14 Desember því í ár ætlum við að bjóða upp á laufabrauðs útskurð. Ef áhugi er fyrir því þá þarf að panta og borga laufabrauðið fyrir fram. Verð er 80kr fyrir 20 stk.

Húsið opnar kl 15 þar sem við byrjum að skera út laufabrauð
Hlaðborðið byrjar kl 17
Snogebæksvej 42, 8210 Aarhus V

Þar sem að skatan er nú bara fyrir þá allra hörðustu, verður einnig saltfiskur fyrir hálfdrættingana. Einnig verður hægt að kaupa pylsur fyrir kjötæturnar. Sjoppan góða verður á sinum stað með allskyns gotteríi og þá einna helst ber að nefna malt og appelsín fyrir jólaboðin.

120kr á hlaðborðið og pylsa á 10kr.

Hægt verður að greiða við innganginn en pantanir fara fram hjá Sunnevu Maríu
Sími 29860700 eða
sunnevadesign@gmail.com

Síðasta lagi 30.nóvember.

Hlökkum til að sjá sem flesta… smell you later…
Stjórnin