Nú styttist í Þorrablót

Nú eu bara nokkrir dagar í þorrablótið og hérna þessar síðustu mikilvægu upplýsingar um blótið.

Fyrir þá sem ekki vita þá er blótið á Laugardaginn 8. Febrúar 2014.
Húsið opnar kl: 18:30. Borðhald hefst: 19:00.
Opnað fyrir ballgesti kl 22.

Blótið er haldið í Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen), Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov. Strætó 6A, 12 og 14 aka þangað.

Það eru ennþá til miðar á þorrablótið og hvetjum við alla til að panta sér miða sem ekki eru búnir að því.

Þeir sem vilja panta borð er bent á að senda mail með nafni og fjölda inná bord@isfan.dk

Til að nálgast miðana er hægt að hafa samband við okkur eða bara fá hann afhenta þegar þú mætir á þorrablótið.
Endilega veriði í sambandi við okkur og nálgisti miðana í vikunni, ef þið hafið tök á. (Það er líka hægt að greiða hjá okkur)

Ólafur, miðbænum. S: 52228119
Skuli, Trillegarden. S:29792534
Aðalheiður, Tilst S: 51783818
Sunneva, Lystrup S: 29860700

Við tökum ekki á móti kortum svo munið að taka út pening fyrir blótið.

Ef að það eru einhverjar fleiri spurningar er ykkur velkomið að hringja í Óla í síma 52228119 eða skrifa á Facebook grúppuna okkar.

Með bestu kveðju, Þorrablótsnefnd Aarhus.

Þorrablót ÍSFÁN 2014

Kæra Aarhus og nágreni, þá er komið að því!

Ísfán og Icelandair kynna: Þorrablót Ísfán 2014!

Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen), Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov

Laugardaginn 8. Febrúar 2014.
Húsið opnar kl: 18:30. Borðhald hefst: 19:00

Hér er hægt að panta miða á blótið.

Helga Braga Jónsdóttir, okkar ástkæra leikkona og skemmtikraftur ætlar að sjá til þess að engum leiðist á þorrablótinu.

Dalton bræður sem stóðu sig hreint frábærlega í fyrra, og skulda víst nokkur skópör ætla að heiðra okkur með nærveru sinni og skemmta okkur langt fram á nótt.

Jónas Oddur Björnsson, matreiðslumeistari ætlar að koma aftur og sjá til þess að hlaðborðið verði óaðfinnanlegt.

Miðaverð Í mat og ball er 400 kr.
Miðaverð á ball er 150 kr.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í ykkar fínasta pússi, með sparibrosið.

Kveðja, Þorrablótsnefnd Ísfán.

Jólaball ÍSFÁN 2013

Jólaballið í ár verður haldið í Skæring Forsamlingshus 28 Desember kl. 13:00, og verður með sama sniði og fyrri ár, þ.e. allir að koma með eitthvað gott á hlaðborðið :).

Dansað verður í kringum jólatréð, sjoppan verður opin og að sjálfsögðu mætir jólasveinn á svæðið með gott í poka.

Heimilisfangið er Skæring Forsamlingshus, Egå Møllevej 7, 8250 Egå.

Hlökkum til að sjá sem flesta,
kv. Stjórnin

Skötuveisla 2013

Jeiiiii…
Skatan verður að þessu sinni haldin laugardaginn 21. desember kl. 17 (early dinner) í Fælleshuset Snogbæksvej 42 8210 Aarhus V.

Á hlaðborðinu verður skata og saltfiskur, að vanda og eins verður hægt að kaupa pylsur. 120kr á hlaðborðið og pylsa á 10kr.

Setja x í kalenderinn!

Sjoppan verður opin og hægt verður að kaupa Konfekt fra Nóa, malt og appelsin.

Aðalfundur ÍSFÁN 2013

Jæja gott fólk, þá er enn og aftur komið að hinum árlega aðalfundi Ísfáns.
Við stjórnin villjum minna á að þessi fundur er opinn fyrir alla og mælumst til þess að sem flestir mæti þar sem að við höfum verið frekar einmanna á þessum fundum undanfarin ár. Ennfremur villjum við benda á að þetta er líka kjörið tækifæri til að mellda sig í stjórnina bæði vegna þess að við höfum ekki fengið nýtt kjöt inn í 3 ár :( og eins vegna þess að þetta er mjög skemmtilegt starf ;) Á fundinum verður sett upp hugmyndir um dagsetningar á skemmtanir félagsins 2014 ásamt reynt að betrumbæta starfsemi félagsins (að vanda) ;) Frábært væri að fá sem flesta með ferskar hugmyndir og ráð svo koma svo folkens, YOU CAN DO IT :)

Fundurinn fer fram í grænlendinga húsinu. Dalgas avenue 52. 8000 aarhus þann 26. Nóvember. Klukkan 19:30

Saknaðarkveðja
Stjórnin