Herrakvöld ÍSFÁN 2016

Kæru Herrar Aarhus og nágrennis.

Þá er loksins komið að hinu lang-þráða Herrakvöldi Ísfán.
Þetta gleðikvöld verður haldið í Áarstova Hermodsvej 3A, Åbyhøj.
Laugardaginn 22. Október.

Gleði, góður matur, góðir drykkir á barnum og góðir menn í salnum.

Hljómsveit kvöldsins verður einginn önnur en Strípalíurnar og ætla þeir að leika nokkur herrans lög fyrir karlpeninginn en dansgólfið verður lokað nema beðið verði sérstaklega um annað.

Miðaverð eingöngu 200kr.
Innifalið matur, fordrykkur, skemmtiatriði, (og salernisnotkun eftir þörfum).

Húsið opnar kl:18.30.
Happy hour á barnum kl.18:30-19:30.
Maturinn verður borinn fram 19.30.

Greiða verður miðann fyrir þann 18. Október.
Nánari upplýsingar á Eventinu á fb eða hjá Óla í síma 52228119
Ath! Takmarkaður fjöldi.

Taktu vin, bróður, frænda eða pabba þinn með.

Mobile pay eða cash á staðnum.

Forsetakosningar á Íslandi

Forsetakosningar á Íslandi – Bréfakosningar í Árósum

Til og með fimmtudagsins 23. júní, 2016 er mögulegt að kjósa, með BRÉFAATKVÆÐUM, hjá Íslenska ræðismanninum í Árósum – Aaboulevarden 13, 8000 Aarhus C. (með ánni – nálægt DOKK1 í Árósum).

Til að tryggja að bréfaatkvæðin nái til Íslands fyrir sjálfan kosningadaginn, þarf kosning að hafa átt sér stað ekki seinna en fimmtudaginn 23. júní.

Hægt er að kjósa á opnunartíma skrifstofu ræðismanns – virka daga milli kl. 9:00 og 16:00.

Fyrir þá kjósendur sem ekki hafa möguleika á að kjósa á venjulegum opnunartíma, mun ræðismaður hafa EXTRA LANGAN OPNUNARTÍMA Miðvikudaginn 22. júní, frá kl. 16:00 til kl. 20:00.

Allir kjósendur sem óska þess að taka þátt í bréfakosningunum, þurfa að mæta í eigin persónu á skrifstofu ræðismanns og:

  1. Hafa meðferðis íslensk skilríki, með mynd, þar sem íslensk kennitala kemur fram.
  2. Hafa meðferðis dkr. 25 vegna sendingarkostnaðar.

Carl Erik Skovgaard Sørensen

17. Júní 2016

Þá styttist í þjóðhátíðarfögnuð Íslendingafélagsins þann 18. júní 2016!

Við fögnum í Det Gønlandske Hus á Dalgas Ave 52, 8000 Aarhus C

Við byrjum á skrúðgöngu kl 14:00

Gaman ef þið gætuð tekið með trommur, potta, skeiðar eða annað sniðugt. Við munum ganga saman frá Grænlendingahúsinu og tökum smá rúnt.

Dagskráin hefst kl 14:00:

  • Skrúðganga.
  • Fjallkona flytur ræðu.
  • Það verður andlitsmálning á staðnum og við seljum grillaðar SS pylsum, fána og íslenskt sælgæti (munið reiðufé eða mobilepay).
  • Hoppuborg fyrir stóru krakkana og ein lítil fyrir þau minnstu.
  • Við höfðum hugsað okkur að fara í gömlu íslensku leikina (hlaup í skarðið, inn og út um gluggann, fram fram fylking…)

Gerið ykkur glaðan dag með okkur kæru landar.

Meiri upplýsingar eru á Facebook https://www.facebook.com/events/1138139409561115/ og þar er líka hægt að skrá sig af maður vill. Þess þarf þó ekki til að mæta.

Munið að þið getið pantað nammi fyrirfram i pöntunarforminu hér:
https://docs.google.com/forms/d/1ir1oKr6scu06Mehh9s6qkZffJn9qqZlm_3xNqCw5CMU/viewform?c=0&w=1

Sjáumst öll sem eitt
Stjórnin

Endilega bjóðið vinum :)

Aðalfundur ÍSFÁN 2016

Aðalfundur Íslendingafélagsins Ísfán verður haldinn fimtudaginn 31 mars 2016 kl:20:30 í Det Grønlandske hus á Dalgas Ave 52, 8000 Aarhus C. Kosið verður í stjórn og þeir sem óska eftir að vera í framboði til stjórnar sendi inn nafn og símanúmer til núverandi stjórnar seinast 25. mars 2016.

Sendist á póstfangið: sunnevadesign@gmail.com

Þorrablót ÍSFÁN 2016

Kæra Aarhus og nágrenni, þá er komið að því!

Þorrablót Ísfán 2016!

Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen), Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov

Laugardaginn 30. Janúar 2016.
Húsið opnar kl: 18:30. Borðhald hefst: 19:00

Núna er spenningurinn fyrir þorrablótinu okkar að vaxa dag frá degi.
Hljómsveitina Á móti sól þekkið þið öll en það vill svo skemmtilega til að Á móti sól er EKKI að koma og spila fyrir okkur……. heldur eitthvað svo miklu betra.
Hljómsveitin Góðgæti & Glæsimenni verða löðrandi léttir á sviðinu og eru búnir að lofa því að hjálpa okkur að rífa lakkið af parketinu í bullandi dansfílíng. En svo öllu sé til haga haldið er hljómsveitin Góðgæti & Glæsimenni í grunninn Á móti sól. Hann Magni, forsöngvari, kemst ekki og því hefur verið gengið frá tímamóta samningi við Bessa Th. til að ,,fronta“ bandið. Bessi mun svo að auki veislustýra þorrablótinu.

Þessi Bessi hefur verið að veislustýra og skemmta um allan heim undanfarin misseri og ætlar að missa sig gersamlega fyrir okkur.
Til þess að við fáum að kynnast honum og líka til að peppa okkur fyrir blótið ætla þeir félagar í GogG að vera með einhverja vitleysu á nýja SnapChatinu okkar: isfanaarhus (meigið endilega adda okkur :)) Þar verðum við í nefndin líka með upplýsingar og eitthvað gleðilegt í gangi.

Jónas Oddur Björnsson, matreiðslumeistari ætlar að koma enn einu sinni og sjá til þess að hlaðborðið verði óaðfinnanlegt að vanda.

Miðaverð Í mat og ball er 400 kr.
Miðaverð á ball er 150 kr.

Miðapantanir fara fram hér:
https://docs.google.com/forms/d/1aXTychgjYjg0432etao9U0fiqqZHAGspcmXJbPymmpY/viewform

Greiða skal inn á Danske bank síðasta lagi 18. janúar Muna að að skrifa símanúmer og nafn

Reg:1551
Ktn:16785741

Hlökkum til að sjá ykkur öll í ykkar fínasta pússi, með sparibrosið.

Kveðja, Þorrablótsnefnd Ísfán.