Dönskuklúbbur á Íslandi fyrir börn sem búið hafa í Danmörku

Á fimmtudögum kl. 17:00-18:30 frá 4. mars til 15. apríl – 6 skipti

Við opnum húsakynni okkar fyrir börn á aldrinum 6 – 10 ára sem vilja viðhalda kunnáttu sinni í danskri tungu. Boðið verður upp á þjálfun í tungumálinu gegnum leiki, þrautir, lestur og spjall. Dönskuklúbburinn er ætlaður börnum sem búið hafa í Danmörku eða eiga danska foreldra.

Dönskuklúbburinn er ætlaður börnum félagsmanna og kostar 2.000 kr.

ATH! Auðvelt er að gerast félagi í Norræna félaginu. Félagsaðild kostar aðeins 2.500 kr. á ári / 1.250 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri.

Dönskuklúbburinn fer fram í húsnæði Norræna félagsins, Óðinsgötu 7. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Norræna félaginu í síma 5510165 og á netfanginu alma@norden.is