Þorrablót ÍSFÁN, 5. febrúar 2011

Eins og flestum er kunnugt um, verður þorrablót Íslendingafélagsins í Árósum haldið laugardaginn 5. febrúar 2011. Þar munu koma fram vinsælustu skemmtikraftar á Íslandi í dag, þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Páll Óskar.

Þorrablótið verður haldið í “Folkedansens hus”, Gjellerupvej 83C, 8230 Åbyhøj, þar sem blótið hefur verið síðustu ár.

Byrjað var að taka við miðapöntunum síðastliðin fimmtudag (28.10.10) og verður að segjast að það varð allt vitlaust. Það seldist upp í matinn á tveimur sólarhringum og er óhætt að segja að það hafi ekki gerst áður í sögu félagsins.

Nú þegar eru komnir 30 manns á biðlista í matinn og viljum við benda þeim sem hafa áhuga á að komast í matinn að skrá sig á biðlistann sem fyrst, því ljóst er að ef aðsóknin verður gríðarlega mikil, verður reynt að finna úrræði til að koma sem flestum að.

Hægt er að skrá sig á biðlistann með því að senda tölvupóst á: thorrablot@isfan.dk með nafni, símanúmeri og fjöldi miða. Miðapantanir á ballið fara í gegnum sama netfang. Við mælum með að þeir sem ætla á ballið, panti í tíma til að tryggja sér miða.

Við þökkum fyrir þessar frábæru viðtökur! Þið eruð frábær 🙂 Það er greinilegt að það er mikil þorrastemmning hjá Íslendingum í Árósum og nágrenni.

Hægt verður að finna allar upplýsingar um þorrablótið á facebook: Århus thorrablót

Kynningarmyndband Århus thorrablóts

Með bestu kveðju; Þorraþrællinn