Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið

Þá er loksins komið að því, eftir langa bið og þónokkra örðugleika.

3D bíómyndin “Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið” verður sýnd í:  Biohuset, Torvet 6, Galten, laugardaginn 27. nóvember, kl. 12.00

Enn eru nokkrir miðar lausir og hægt er að panta miða með því að senda á netfangið isfan@isfan.dk.  Skár þarf nafn, síma og fjölda miða.
Barnamiði kostar 75 kr. og fullorðinsmiði kostar 85 kr.
Látið þetta ekki fram hjá ykkur fara

Stjórn ÍSFÁN.

Ný stjórn ÍSFÁN

Stjórnina skipa:

  • Formaður:  Árni Þór Eyþórsson
  • Varaformaður og ritari:  Mjöll Jónsdóttir
  • Gjaldkeri:  Svala Hilmis Thorarensen
  • Meðstjórnandi og vefstjóri:  Hrefna Kap Gunnarsdóttir
  • Meðstjórnandi:  Sveinn Arnar Steinsson
  • Meðstjórnandi:  Eyrún Kristín Olgeirsdóttir
  • Meðstjórnandi:  Eva Lísa Bjarklind

Utankjörstaðafundur í Aarhus

Frá Íslenska konsúlnum í Århus:

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá íslenska konsúlnum í Århus vegna kosninga til stjórnlagaþings, þann 27. Nóvember 2010.

Í tengslum við kosningar til stjórnlagaþings á Íslandi, þann 27. nóvember 2010, er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með miðvikudeginum 10. nóvember 2010, til og með fimmtudeginum 25. nóvember 2010, þó ekki seinna en kl. 12:00.

Til að tryggja að atkvæðaseðillinn nái til Íslands fyrir kosningadag, ætti utankjörstaðar atkvæðagreiðsla þó ekki að fara fram seinna en fimmtudaginn 25. Nóvember 2010.
Atkvæðagreiðslan getur farið fram á opnunartíma skrifstofu ræðismannsins, sem er alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.

Allir þeir sem óska eftir að kjósa, verða að mæta í eigin persónu, á ræðismannaskrifstouna og hafa meðferðis:

  • Íslensk skilríki, með mynd, þar sem íslenska kennitalan kemur fram
  • Hafa meðferðis 10 dkr., til að standa straum af kostnaði vegna sendingar seðilsins til Íslands.

Carl Erik Skovgaard Sørensen, íslenski konsúllinn í Århus

(Skrifstofa ræðismannsins er á Store Torv, beint á móti Sand búðinni. Sama bygging og H&M er í, bara lengra “til hægri” þegar þú stendur fyrir framan H&M búðina  – fjær Magasin og nær Klostertorv)

Framhaldsaðalfundur hjá ÍSFÁN, laugardaginn 13. nóvember 2010

Stjórn ÍSFÁN vill þakka öllum þeim sem brugðust við tilkynningu okkar, um að vegna dræmrar þáttöku á aðalfundi félagsins, sæjum við ekki annað í stöðunni en að starf félagsins leggðist niður, svo framarlega sem enginn biði sig fram til stjórnarstarfa.

Nú þegar hafa nokkrir áhugasamir haft samband og eru tilbúnir til að leggja félaginu til krafta sína og því viljum við efna til framhaldsaðalfundar.

Fundurinn verður haldinn í Grænlendingahúsinu, Dalgas Avenue 52, 8000 Århus, laugardaginn 13. nóvember nk. á milli kl. 14:30 og 16:30.

Við vonum að sem flestir geri sér kleift að mæta, en hafi maður ekki möguleika á því er að sjálfsögðu hægt að hafa samband við stjórn Ísfán á isfan@isfan.dk og koma áhuga sínum á framfæri.

Með bestu kveðju;

Stjórn Ísfán.