Styðjum við bakið á stelpunum okkar!

Íslenska kvennalandsliðinu í handbolta tókst með miklu harðfylgi að vinna sér þátttökurétt á evrópumótinu sem fram fer í Danmörku og Noregi dagana 7. -19. des.

Stelpurnar spila sinn riðil hér í Árósum og erum við þar í riðli með Króatíu, Svartfjallalandi og Rússlandi.  Þetta er geysilega sterkur riðill og  þurfa stelpurnar á öllum okkar stuðningi að halda, til að ná sem bestum árangri.

 ÍSFÁN hvetur því alla til að mæta í NRGi Arena á þriðjudaginn 7.des kl. 20:15 þar sem þær spila við Króatíu.

Hjálpum stelpunum að komast alla leið, okkar stuðningur skiptir máli.

Íslenska liðið spilar síðan við Svartfjallaland fimmtudaginn 9. des kl. 18:15 og á laugardaginn 11. des við Rússa kl. 18:15, báðir þessir leikir fara einnig fram í NRGi Arena.

Nánar um mótið á www.ehf-euro.com/

Einnig hægt að kynna sér Íslenska liðið í 12 síðna auka blaði Fréttablaðsins:http://vefblod.visir.is/index.php?s=4598&p=103341

Með kveðju;

Stjórn ÍSFÁN.