Þorrablót ÍSFÁN 2011

Þorrablót ÍSFÁN verður haldið laugardaginn 5. febrúar 2011

Blótið verður haldið í: Tranbjergskóla, Kirketorvet 24, 8310 Tranbjerg J (sjá: http://map.krak.dk/query?what=map&mop=yp&advert_code=165413)

Húsið opnar fyrir matargesti kl. 18:30 og fyrir ballgesti kl. 22:00.

Páll Óskar heldur uppi GORDJÖSS stuði og Pétur Jóhann Sigfússon verður veislustjóri, já sæll!

Allar nánari upplýsingar má finna hér.

Upplýsingar vegna blóts

Já SÆLL, hvað þú ert gordjöss!!!

Nú er sko heldur betur farið að styttast í veislu ársins í Árósum, sem haldin verður laugardaginn 5. febrúar! Undirbúningur hefur gengið vel og á hafi úti eru nú hundruð kílóa af íslenskum mat á leið til Árósa!

Miðasölu er nú að ljúka, í mat og ball, en þeir allra síðustu geta mögulega reddað sér miðum með því að hafa samband í síma 2639 0457 eða 5225 2802… Núna!

Hægt að fá miða á ballið fram að blóti og líka í hurðinni á staðnum…

En þá er nú kominn tími til að huga að praktísku hlutunum varðandi þorrablótið. Hér eru nokkrir þeirra:

Undirbúningur fyrir blót:

 • Ganga frá greiðslu á miðanum, med det samme… upplýsingar og sala á thorrablot@isfan.dk.
 • Panta tíma fyrir hár, vax, neglur, make up, skegg eða hvað það nú er sem þú vilt láta snyrta eða laga fyrir blótið 🙂
 • Velja föt og setja í hreinsun / þvott / kaupa í uppáhalds búðinni…
 • Pússa skó, láta laga hælinn eða splæsa í nýja?
 • Glimmer?
 • Kaupa sokkabuxur?… jafnvel einar auka til að hafa í veskinu…

Þorrablótsdagurinn sjálfur, fyrir blótið:

 • · Hlaða myndavélina og símann.
 • · Taka sig til, sparifötin og uppáhalds lyktin! Horfa í spegilinn og segja: „Djöfull er ég gordjöss!!!“
 • · Fá sér fordrykk í góðum félagsskap áður en lagt er af stað, ef vill, en skilja aðra drykki eftir heima. Það er ekki er leyfilegt að hafa með sér áfengi í veisluna.
 • · Taka með sér upplýsingar fyrir bílstjórann um staðsetningu: Tranbjergskóli, Kirketorvet 24, 8310 Tranbjerg J. (sjá http://map.krak.dk/query?what=map&mop=yp&advert_code=165413)
 • · Mæta tímanlega til að finna sæti þar sem ekki verða tekin frá borð. Húsið opnar fyrir matargesti kl. 18:30.
 • · Koma við í hraðbanka og taka út pening, það eru ekki posar í húsinu. Það eru hins vegar bankar á torginu þar sem hægt er að komast í hraðbanka.
 • · Kaupa sígó? Vindil? Ekkert tóbak verður selt á svæðinu.
 • · Ætlarðu með strætó eða lest í veisluna? Þá stoppar strætó nr. 11 í ca. 300 metra fjarlægð eða við Kirketorvet og strætó nr. 1 stoppar í ca. 600 metra fjarlægð eða við Tranbjerg hovedgade. Einnig er Tranbjerg St. í ca 11 mín. göngufjarlægð frá skólanum.

Á þorrablótinu:

 • Selt verður gos og áfengi á hagstæðu verði. Ath aftur: ekki tekið við kortum!
 • Aðgöngumiðinn í mat og ball gildir sem happadrættisnúmer fyrir aðalvinninginn, flugmiða með Icelandair. Fleiri vinningar verða þó í boði en hægt verður að kaupa happadrættismiða á staðnum til að vera með í útdrætti um þá vinninga.
 • Opnað fyrir ballgesti kl. 22.
 • Boðið verður upp á að kaupa miða á barnum til að komast í rútu eftir ballið. Rúturnar byrja að keyra kl. 02:00 og keyra þar til allir eru farnir. Rúturnar keyra niður á rútubílastöð í miðbæ Árósa. Rútumiðinn kostar 40 kr.
 • Strætó keyrir einnig af svæðinu og niður í bæ um nóttina en það er þá strætó númer 81 sem fer kl. 02:00 og 03:20 frá Landevejen við Tranbjerg Kirke (700 metrar þangað). Vagninn er þá kominn til Banegårdspladsen, Århus C, kl. 02:20 og 03:50. 3:20 ferðin gæti þó þýtt að þú verðir eftir þegar ballið er búið og hjálpar til að við að ganga frá 🙂

Þorrablót eftir ball:

 • Alkaseltzer? Kaktus?
 • Kók í ísskápnum?
 • Hamborgari á línunni?
 • Senda myndir á: thorrablot@isfan.dk… Ef þær eru þess eðlis að þær megi sjást 😉

Við hlökkum til að sjá þig og erum viss um að þetta verður gordjöss, skemmtileg og frábær veisla! Eru einhverjar upplýsingar sem þér finnst vanta? Sendu okkur þá línu á: thorrablot@isfan.is og við komum þeim á framfæri á heimasíðu Ísfán og á Facebook.

ICELANDAIR og EIMSKIP eru aðalstyrktaraðilar blótsins.

Sjáumst hress og kát!!

Nefndin.

Ari Eldjárn með uppistand í Aarhus

Fimmtudaginn 10. mars verður bjórkvöld Íslendingafélagsins í Árhus og þar ætlar Ari Eldjárn að skemmta ásamt hljómsveitinni “Veðurskip Líma” sem skipuð er íslenskum meðlimum.

STAÐSETNING:

Tousgårdsladen Beboerhuset- Selskabslokaler
Edwin Rahrs Vej 6 B
8220Brabrand

MIÐASALA:

Miðasala hefst föstudaginn 18. febrúar. Miðaverð: 95.-
Miðar fást hjá Sunnevu í síma: 2986 0700. Hægt verður að sækja miðana heim til hennar: Ellebrinken 84B, 8820 Lystrup. Einnig er hægt að hringja og panta miða.

Miðasala á Ziggy’s, sunnudaginn 27. febrúar á milli kl. 14:00 og 17:00.

EKKI LÁTA ÞETTA EINSTAKA TÆKIFÆRI, TIL AÐ SJÁ FYNDNASTA MANN ÍSLANDS, FRAMHJÁ ÞÉR FARA!

Ari Eldjárn er fyndasti grínari Íslands , hvort sem um ræðir uppistand, veislustjórnun, eftirhermur eða annað slíkt. Ari spratt fram á sjónarsviðið sumarið 2009 sem meðlimur uppistandshópsins Mið-Ísland og síðan þá hefur hann komið fram í sjónvarpi, gefið út grínplötuna „Grín Skrín“ og troðið upp á hundruðum skemmtana víðsvegar um Ísland. Þá hafa England og Danmörk hafa einnig orðið fyrir barðinu á honum.

Gordjöss verð á miðum – síðasti séns!

Föstudaginn 21. janúar verðum við með miðasölu á Ziggy’s, við ána, frá kl: 14:30 – 16:30.

Síðasti séns til að kaupa miða í matinn, er 22. janúar, því þá verður maturinn pantaður frá Íslandi.
Eingöngu verður pantað eftir seldum miðum, ekki pöntuðum!

Algjörlega GORDJÖSS verð er á miðunum, fram til 22.janúar.

 • Matur og ball: dkr. 350.-
 • Ball: dkr. 150.-

Pétur Jóhann og Páll Óskar eiga eftir að fara á kostum þetta kvöld.

Þorrablót 2011 – Forsala 11. janúar

ÍSFÁN verður með miðasölu í Grænlendingahúsinu, Dalgas Avenue 52, 8000 Århus, þriðjudaginn 11. janúar frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

 Miðar á forsöluverði!  Miðaverð í mat kr. 350.- og ball kr. 150.-, nátturulega bara grín 🙂

Maturinn verður EINUNGIS pantaður eftir seldum miðum, ekki pöntuðum.  Því borgar sig að kaupa miða sem fyrst!

Tveir nefndarmeðlimir eru með miða heima:

Stefán, Rødlundvej 311, 8462 Harlev J, tlf.. 2639 0457 og Mjöll, Bøgehaven 43, 8520 Lystrup, tlf. 5225 2802.

Þorrablótsnefndin

Skötuveisla ÍSFÁN – taka tvö

Fengin er staðfesting á því að fiskmetið okkar og SS pylsurnar eru á leiðinni til Århus.

Síðbúin skötuveisla ÍSFÁN verður því haldin sunnudaginn 9. janúar 2010, kl. 13:30.

Skötuveislan verður haldin í:  
Lillering Forsamlingshus, Lilleringvej 47, Lillering, 8462 Harlev J

Boðið verður upp á Vestfirzka skötu, saltfisk, heimabakað rúgbrauð, smjör, kartöflur og vestfirzkan hnoðmör.  Að auki verða SS pylsur til sölu, fyrir börnin og þá sem kjósa að sleppa þessum séríslenska sjávarrétti.

Verð fyrir sjávarréttina og meðlæti er kr. 120.- á mann.
Pylsur verða seldar á kr. 10.- pr. stk.

Einnig verður hægt að kaupa bjór, gos og snafs á vægu verði.

Nauðsynlegt er að skrá sig, með nafni, síma og fjölda!  Einnig þarf að taka fram hvort skráningin gildi í skötu, saltfisk eða bæði.

Skráning fer fram á:  isfan@isfan.dk

Þorrablótsmiðar 2011

Heil og sæl

Gleðilegt ár , það styttist í viðburð ársins í Árósum með vinsælustu skemmtikröftum Íslands þeim Pétri Jóhanni og Páli Óskari. Miðasalan á þorrablótið 5. febrúar er komin í fullan gang.

Við verðum með miðasölu á miðvikudagskvöldið 5.janúar frá kl: 20:00 – 22:00 í Grænlendingahúsinu, Dalgas Avenue 52, 8000 Århus.

Jafnframt er hægt að kaupa miða hjá Stefáni Rødlundvej 311, 8462 Harlev J, tlf 26 39 04 57 og Mjöll Bøgehaven 43, Lystrup tlf. 52 25 28 02. Forsölunni lýkur 10.jan en þá hækkar miðaverðið í mat og ball í 450.- og á ballið 200.-.

Ef þið eruð ekki búin/n að tryggja ykkur miða í gleðina er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst til thorrablot@isfan.dk með nafni, síma og fjölda miða.

Með bestu kveðju
Þorrablótsnefndin 2011