Konukvöld ÍSFÁN, föstudaginn 15. apríl

Nú er komið að því!

Hið margumtalaða konukvöld Ísfán verður haldið föstudaginn 15.april í Færeyingahúsinu – við hliðina á Train!
Þema er SVART og SILFRAÐ

Gröfum fram glimmerið, kjólana og háu hælana og mætum í okkar fínasta.

Það verður alveg hellingur að gerast, góður matur, kynningar og happadrætti, brjáluð tónlist og auðvitað flottir barþjónar 🙂
Húsið opnar kl:18 með fordrykk

Fordrykkur, 3 rétta máltíð og happadrætti
Miðaverð er aðeins 150 kr !!!

Einnig verður selt vín og bjór, gegn vægu gjaldi að sjálfsögðu.

Miðapantanir í síma: 29860700 (Sunneva) eða á netfanginu: sunnevadesign@gmail.com

ATH takmarkað magn af miðum.

Vert er að taka fram að 18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.

Hvetjum allar konur, ungar sem aldnar, til að mæta á þennan stórskemmtilega viðburð og eiga gott kvöld í góðra kvenna hóp! 🙂

Þetta verður geggjað gaman! 🙂

Kosning; Iceave málið

Þjóðarkosning á Íslandi – Bréfakosning í Árósum:  Icesave málið.
Frá og með miðvikudeginum 16. mars 2011 og fram til fimmtudagsins 7. apríl 2011 er möguleiki á að kjósa (bréfkosning) hjá íslenska ræðismanninum í Árósum – Lille Torv 6, 8000 Århus C. (við Magasin og Dómkirkjuna).

Til þess að tryggja að atkvæðin nái til Íslands fyrir sjálfan kosningadaginn, þarf í síðasta lagi að kjósa fimmtudaginn 7. apríl – þó verður skrifstofa ræðismanns einnig opin föstudaginn 8. apríl.

Möguleiki er á því að kjósa á opnunartíma skrifstofu ræðismanns – virka daga milli kl. 9.00 og 16.00.

Fyrir þá kjósendur sem ekki hafa tök á því að kjósa á venjulegum opnunartíma skrifstofu ræðismanns, er bent á sérlegan opnunartíma:
Fimmtudaginn 7. apríl frá kl. 16.00 til kl. 20.00.

Allir kjósendur sem óska að gefa atkvæði sitt, verða sjálfir að mæta á staðinn og hafa með:

  • Íslensk skilríki (með mynd), þar sem fram kemur íslensk kennitala.
  • 10 kr. danskar fyrir sendingarkostnaði.