Móðurmálskennsla 2011 – 2012

Móðurmálskennslan í Árósum.

Innritun fyrir næsta skólaár stendur nú yfir og lýkur í lok maí. Innritunareyðublöð eiga börnin að fá í hendur í skólanum og skal þeim skilað á skrifstofu skólans eða til kennara. Ef börnin hafa ekki fengið innritunareyðublöðin í skólanum, er hægt að nálgast þau á heimasíðu Íslenskuskólans, www.islenskuskolinn.dk undir tilkynningar  eða á heimasíðu Möllevangskólans, www.moellevang-skole.dk undir EU/EÖS sprog, tilmeldingsblanketter.

Þar fyrir utan er hægt að senda nafn barnsins og kennitölu, nöfn foreldra, upplýsingar um skóla barnsins og hvaða tungumál er talað á heimilinu, til moe@mbu.aarhus.dk og innrita þannig barnið til móðurmálskennslunnar.

Þetta skólaár(2010-2011) hefur kennslan farið fram í Harlev, Elsted og í Árósum, en óvíst er hvernig því verður háttað næsta skólaár. Ákvörðun þess efnis er háð fjölda nemenda hverju sinni og kemur fyrst í ljós í byrjun ágúst hvar kennt verður næsta skólaár.

Mikilvægt er að sem flestir skrái börnin sín til að tryggja áframhaldandi móðurmálskennslu á næsta skólaári.

Vert er að geta þess að kennslan og kennslugögn eru ókeypis og börnin fá strætisvagnakort ef þau þurfa að fara langan veg til kennslunnar.

Allar frekari upplýsingar fást hjá kennara skólans.

Margrét Þráinsdóttir.
Sími 46 98 70 67 eða 26 76 16 25
magga@islenskuskolinn.dk