Gyrðir Elíasson í Danmörku

Gyrðir Elíasson, sem hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011, er í Danmörku þessa dagana að kynna verðlaunabókina, smásagnasafnið “Milli trjánna”.

Þriðjudagskvöldið 30. ágúst kl. 20 ræðir hann bókina í Konunglega Bókasafninu (Den Sorte Diamant) í Kaupmannahöfn, fimmtudagskvöldið á listasafninu Louisiana í Humlebæk og á sunnudaginn kemur á bókmenntahátíðinni “Vild med Ord” í Árósum. Gyrðir kemur svo aftur til Danmerkur í nóvember og verður þá m.a. í LiteraturHaus í Kaupmannahöfn þann 10. nóvember.

“Milli trjánna” kom út á dönsku þann 23. ágúst sl. og hefur fengið stórkostlega dóma í öllum helstu dagblöðum Dana.

Nánari upplýsingar á www.forlagettorgard.dk

Okkur vantar fólk!

Nú fer senn að líða að aðalfundi stjórnar Ísfán.  Vegna mikilla anna, flutninga o.s.frv. þurfa nokkrir stjórnarmeðlima því miður að láta af formlegum störfum í stjórn ÍSFÁN og því opnast möguleiki fyrir aðra skemmtilega einstaklinga að taka þátt.   Það sem aðallega felst í stjórnarstörfum er að skipuleggja og undirbúa viðburði á vegum félagsins. Meðlimir eru á bilinu 5-7 en svo eru allar auka hendur ávallt vel þegnar.

Eins er staða vefstjóra opin en vefstjóri sér um heimasíðu félagsins, setur upp auglýsingar o.s.frv. en hann er jafnframt meðlimur stjórnar og tekur því þátt í öðrum stjórnarstörfum.

Loks vantar fólk í þorrablótsnefnd. Nefndin tekur til starfa hvað úr hverju og sér um að skipuleggja og undirbúa þorrablótið sem haldið er í febrúar, einn skemmtilegasta viðburð ársins. Meðlimir í þorrablótsnefnd eru á bilinu 5-7 en ávallt er tekið vel á móti þeim sem vilja leggja fram aðstoð.

Nefndarstörf eru frábær leið til að kynnast skemmtilegu fólki, efla samskipta- og skipulagshæfileikana og fyrir þá metnaðargjörnu, bæta ferilskrána. Þetta er skemmtilegt starf sem enginn verður svikinn af.

Allar nánari upplýsingar fást með því að senda póst á isfan@isfan.dk

Tilkynning frá sóknarnefnd

Fermingarundirbúningur að hefjast.
Við erum að hefjast handa við fermingaundirbúning hjá sóknarnefndinni og höldum kynningafund á Sunnudaginn 28.8 kl. 10 í Jónshúsi.
Sjá nánar á: www.kirkjan.dk undir fermingafræðslu.

Það sem dreyfilistinn hjá Jónshúsi virkar ekki bið ég ykkur um að láta þetta berast til þeirra Íslendinga sem þið þekkið.

Kær kveðja,
Lárus

ps.  Þeir sem ekki komast á Sunnudag er velkomið að hafa samband við mig á larus@brostu.dk :)

L.

Opnun Hyggestuen /gallerý

Opnum opinberlega Hyggestuen / Gallerý þann 06.08.2011, kl. 10:00 – 13:00.

Vonum ad sjá sem flesta í morgunkaffid og Hygge. Tad verda íslenskir listamenn sem munu skreyta veggi og hillur med list sinni. Hlakka til ad hitta fullt af íslendingum.
Hægt er ad fá gistingu á stadnum,.

Vi åbner officielt Hyggestuen / Galleri den 06.08.2011, kl. 10:00- 13:00
Vi håber at se mange af vores venner og andre som har interesse for íslandsk kunst.