Jólapakkar frá Århus til Íslands 2011

Eimskip mun halda uppi hefð sinni í ár að bjóða uppá flutning á jólagjöfum til og frá Íslandi.

Jólapakkasendingar frá Danmörku verða sendar með DET 1-47 föstudaginn 2. desember og verða á Íslandi þriðjudaginn 6. desember.

Móttaka jólapakka:

 • Aarhus 28.-30. nóv og loka skilafrestur er 30. nóv klukkan 14:00

Vinsamlega skila pökkum til:  Sigurbjargar Hjartardóttur- EIMSKIP, Østhavnsvej 37, 8000 Aarhus. Sími 86 20 48 19.

Eftirfarandi reglur gilda um sendingu jólapakka:
Verð fyrir hverja sendingu er DKK 400 og hámarksþyngd er 20 Kg. Andvirði hverrar gjafar má ekki vera meira en ISK 10.000.

Mikilvægt er að:

 • Merkja hvern pakka með nafni, heimilisfangi og síma sendanda og móttakanda
 • Á flutningsfyrirmælunum komi fram nafn, heimilisfang, kennitala og símanúmer hjá sendanda og móttakanda.
 • Fram komi á flutingsfyrirmælum verðmæti hvers pakka
 • Heildarverðmæti allra pakka sé tekið fram á flutningsfyrirmælum
 • Þyngd sendingar sé rétt
 • Fyrirframgreiða allan flutningskostnað

Samkvæmt reglum Íslenskra tollayfirvalda er með öllu óheimilt að flytja inn kjöt og lyf.
Takmarkað magn áfengis og tóbaks má senda og verður að taka fram á pakkalistanum. Greiða skal toll af slíkum vörum.

Vinsamlegast athugið vel að ofanskráðu sé fylgt í hvívetna og að allar nauðsynlegar upplýsingar komi fram á farmbréfi / móttökukvittun.

Mögulegt er að senda jólapakka áfram innanlands sé þess óskað gegn DKK 100 auka greiðslu.

Tengiliðir eru:
Eimskip Denmark A/S:
Sigurbjörg Hjartardóttir shj@eimskip.dk
Sími: +45 86 20 48 19

Eimskip á Íslandi:
Anna Úrsula Guðmundsdóttir gjaldkeri@eimskip.is
Sími: +354 5257728

Halla Sjöfn Ágústsdóttir gjaldkeri@eimskip.is
Sími: +354 5257505

Agnes Jónsdóttir gjaldkeri@eimskip.is
Sími: +354 5257004

Heimilisfang á skrifstofunni í Aarhus:
Eimskip Denmark A/S
Østhavnsvej 37
8000 Aarhus C

Fundargerð aðalfundar ÍSFÁN

Sunnudaginn 9. október 2011 var haldinn aðalfundur Íslendingafélagsins í Árósum og nágrenni, Ísfán. Fundurinn var haldinn í Grænlendingahúsinu. Mættir voru 12 félagar.

Gjaldkeri félagsins setti fundinn og sá um fundarstjórn. Fundarmenn voru boðnir velkomnir og var dagskrá fundarins kynnt og var eftirfarandi:

 • Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár. Varaformaður kynnti liðna atburði á vegum félagsins.
 • Reikninar og uppgjör nýliðins starfsárs. Gjaldkeri kynnti uppgjör félagsins og uppgjör mismunandi viðburða.
 • Kosning nýrrar stjórnar.
 • Önnur mál.

Skýrsla stjórnar

Mjöll ritari las upp skýrslu þar sem farið var yfir liðið starfsár og þá viðburði sem félagið hafði staðið fyrir. Skýrslan var þá samþykkt af fundarmönnum.

Reikningar félagsins

Svala gjaldkeri las yfir reikninga félagsins og fór fram nokkur umræða um mismunandi útgjalda- og tekjuliði og heildaruppgjör félagsins, reikningar voru þá samþykktir af fundarmönnum.

Kosningar nýrrar stjórnar

Þá var gengið til kosninga til nýrrar stjórnar. Fyrir lá að Sunneva og Birgitta gæfu áfram kost á sér í stórn, ásamt því að Svala gæfi kost á sér áfram sem gjaldkera félagsins. Þar sem heimasíða félagsins þar verulega á því að halda að vera tekin í gegn og sérstaklega hugað að kynningu félagsins á netinu og á facebook, þá var í fyrsta sinn kjörinn sérstakur vefstjóri sem auk þess situr í stjórn þó viðkomandi hafi þar ekki öðrum skildum að gegna umfram áhuga og getu.

Ný kjörin stjórn Ísfán og stöður í stjórn eru eftirfarandi:

Sunneva María Sólversdóttir, formaður
Svala Hilmisdóttir Thorarensen, gjaldkeri
Pamela Þórðardóttir, ritari og varaformaður
Anna Helgadóttir, vefstjóri
Birgitta Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
Gunnar, meðstjórnandi
Óli, meðstjórnandi
Skúli, meðstjórnandi
Stefán Þórsson, meðstjórnandi

Önnur mál

Þorrablót. Þorrablótið var rætt og ýmis atriði sem fráfarandi nefnd vildi koma á framfæri til nýrrar stjórnar varðandi skipulag og vinnulag. Ný þorrablótsnefnd mun taka til starfa hið fyrsta en auglýst hefur verið eftir fleiri meðlimum í nefndina og tekið á móti áhugasömum laugardaginn 15. Okt kl. 18:30.

Fundir með sendiherra. Sendiherra Íslands í Danmörku hefur boðið forsvarsmönnum íslendingafélagana á fund þar sem rædd verður starfssemi félaganna og þau atriði sem félögin eiga sameiginlegt og geta ef til vill hjálpast að með. Sunneva hefur tilkynnt komu tveggja til þriggja úr stjórn Ísfán en hún mun sjá um að fá með sér einhverja með reynslu úr stjórn.

Ný stjórn þakkar fyrir auðsýnt traust og hlakkar til að takast á við krefjandi en umfram allt skemmtilegt starfsár Íslendingafélagsins í Árósum. Þá er fráfarandi stjórn þakkað fyrir vel unnin störf.

Næsti fundur stjórnar er boðaður laugardaginn 15. október 2011 á Waxies kl. 18:00.

Mjöll Jónsdóttir
Fráfarandi ritari stjórnar Ísfán

Icebreaker – 15. október kl. 19:00

Nú eru skólar komnir vel í gang og vonandi allir sem eru nýfluttir búnir að koma sér vel fyrir. Þá er kjörið að skella sér á Waxies eina kvöldstund, kynnast nýju fólki og jafnvel fá sér 1-2 bjóra.

Við ákváðum að halda litla uppákomu til þess að gefa fólki kost á að kynnast.

Hvort sem þú ert ný/r í bænum eða hefur búið hérna lengur er alltaf gaman að kynnast nýju fólki og gott að byggja upp smá tengslanet.

Þetta verður á Waxies þann 15. október n.k. og hefst kl. 19.

Carlsberg á krana kostar 32 kr. og allt annað á krana 35 kr. þar til kl. 21.

Eftir það fá eingöngu námsmenn afslátt gegn framvísun stúdentakorts.

Komdu og hittu skemmtilegt fólk 😉

Aðalfundur ÍSFÁN 2011

Kæru félagar

Stjórn Ísfán vill byrja á því að þakka fyrir gott starfsár þar sem þeir viðburðir sem haldnir voru á vegum félagsins voru vel sóttir.

Nú er komið að nýju starfsári og hefst það með aðalfundi félagsins sem haldinn verður sunnudaginn, 9. oktober, frá kl. 19:00 til ca 20:30.  Fundurinn verður haldinn í Grænlendingahúsinu, sjá staðsetningu hér.

Ljóst er að hluti stjórnarmanna gefur ekki kost á sér áfram og því þarf að manna nýja stjórn og óskum við hér með eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í starfi vetrarins.

Hægt er að bjóða sig fram i eftirfarandi störf:
Formann- Varaformann – Ritara – Gjaldkera – Meðstjórnendur.  Einnig vantar vefstjóra.

Ef fólk er ekki tilbúið til þess að binda sig í stjórn félagsins er einnig hægt að bjóða sig fram til þess að sjá um eða aðstoða við einstaka atburði.

Í tengslum við aðalfundinn verður opin sjoppa með Egils appelsíni og íslensku nammi á hagstæðu verði.

Hægt að koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum til núverandi stjórnar með því að senda tölvupóst á netfangið isfan@isfan.dk

Með bestu kveðju
Stjórn Ísfán