Georg Guðni – Landslag

Einkasýning á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn
28. október – 30. desember, 2011

Fram til andláts listamannsins Georgs Guðna (1961-2011),  langt fyrir aldur fram síðastliðið sumar, leitaðist hann við að túlka íslensku birtu og landslag í myndum sínum. Honum tókst að vefa saman himin og jörð, þar sem að skörp skilin eru útmáð eða við það að leysast upp, og ekki er ljóst hvort landið er tekið að svífa eða loftið að síga, þar til þau að lokum renna saman.

Innblásturinn kom meðal annars frá rómantískum sem og hefðbundnum landslagsmálurum norðurlandanna, en að námsárunum loknum, fór hann að skapa sinn eigin stíl og fara sínar eigin leiðir. Sú leið sem hann valdi var á bóg við samtíma listamenn, sem flestir virtust leitast í alþjóðlegri áttir.

Mesti innblásturinn kom þó frá íslenskri náttúru; fjöll, gljúfur, dalir, eldfjöll og síðast en ekki síst hinar óendanlegu hraunbreiður. Hann var sonur jarðfræðings, og á uppvaxtarárunum ferðaðist hann um landið þvert og endilangt og kynntist mikilfenglegu og fjölbreyttu landslagi.

Innblásturinn frá uppvaxtarárunum og minningarnar af landslaginu voru honum drifkraftur það sem eftir var. Því þrátt fyrir að Georg Guðni væri umvafinn landslaginu í hversdagsleikanum, málaði hann út frá minningunum. Hvatningin í myndum hans er landslag minninganna sem hann vakti til lífs, og leiddi þar með hið jarðneska yfir til hins djúpa og frumlega.

Georg Guðni var menntaður frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands (1980-85)  og Jan van Eyck Akademie í Hollandi (1993-95). Sýningar með verkum hans hafa verið víðsvegar á Norðurlöndunum og í Ameríku, hann tók við mörgum viðurkenningum og verðlaunum og var nokkrum sinnum útnefndur til Carnegie Art Award, síðast árið 2002.

Landslag er fyrsta einkasýning á verkum Georgs Guðna í Danmörku.  Sýningarstjórar: listfræðingur og -gagnrýnandi, MA. Bente Scavenius og listfræðingur MA. Lars Olesen.

Hægt er að skoða myndefni á vefsíðunni: www.bryggen.dk

Jólaskreytingakvöld Ísfán

Þá er komið því að við hittumst í Grænlendingahúsinu, eigum saman huggulegt
jólakvöld og búum til aðventukrans, krans á hurð eða hvað það er sem ykkur langar til að gera.

Tími: Miðvikudagurinn 23. Nóvember 2011 kl. 20

Staðsetning: Grænlendingahúsið
Det Grønlandske hus
Dalgas Avenue 52
8000 Aarhus C

Athuga: Komið með það skreytingarefni sem þið ætlið að nota, við munum sjá
um að hella upp á kaffi, vera með íslenska jólatónlist, selja íslenskt
sælgæti og malt og appelsín. Þar að auki verður blómaskreytingasnillingur á
staðnum til leiðbeiningar og ráðgjafar. Hún mun einnig taka með sér nokkra
kransa til viðmiðunar ef vantar hugmyndir 🙂

Hlökkum til að sjá ykkur!
Bjóðum nú jólastemmninguna velkomna til Árósa og eigum saman huggulegt
kvöld!

Ísfán 🙂

Karlsvagninn er kominn út í kilju í Danmörku

Karlsvagninn, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, er kominn út í kilju í Danmörku.

Bókin kom út innbundin hjá <a href=”http://www.gyldendal.dk/boeger-til-voksne/skoenlitteratur-digte/9788702093322/karlsvognen”>Gyldendal</a>

Danskur titill: Karlsvognen
Þýðandi: Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir
Forlag: GYLDENDALpaperback
www.gyldendal.dk
175 bls
ISBN: 9788702117943

Augun þín sáu mig er komin út í Danmörku

Skáldsagan Augu þín sáu mig eftir Sjón er komin út í Danmörku.  Bókin kom fyrst út í Danmörku árið 2002 hjá forlaginu Vindrose.

Frábærir dómar hafa þegar birst í dönskum blöðum. M.a.:
“Surrealistisk magi. Sjældent har man set så smukt og effektivt et bevis på den gamle receptionsæstetiske tese: at enhver bog skaber og forandrer sin læser.”

Danskur titill: Dine öjne så mig
Þýðandi: Kim Lembek
Forlag. C&K Forlag
www.ckforlag.dk
ISBN: 9788792523068
220 bls.