Ný heimasíða ÍSFÁN í loftið

Nú höfum við sett nýja og endurbætta www.isfan.dk síðu í loftið. Allar gamlar fréttir og viðburðir sem voru á gömlu síðunni voru færðir inná þessa nýju.

Við erum að taka í notkun nýtt tól fyrir smáauglýsingar en nýjustu smáauglýsingarnar sem voru á gömlu síðunni eru birtar á undir smáauglýsingatólinu og verða ekki teknar út fyrr en 1. janúar 2012. Fólk getur líka sett inn auglýsingar á facebook grúppunni okkar.

Á nýju síðunni geturðu séð lista yfir viðburði, í desember verður Skötuveisla og jólaball. Í febrúar verður Þorrablót ÍSFÁN 2012 haldið og það er ekki langt þangað til að við förum að selja miða í forsölu.

Fylgist með!

Póstlistinn af gömlu síðunni var fluttur yfir á þá nýju.

Ef þú vilt ekki fá póst þegar við setjum inn efni á ÍSFÁN síðuna getur þú afskráð þig með
því að fara neðst á þessa síðu, setja netfangið þitt í innsláttarreitinn og smella á  “Unsubscribe”.

Þorrablót ÍSFÁN 2012


Þorrablót ÍSFÁN verður haldið laugardaginn 4. febrúar 2012

Blótið verður haldið í Palads Selskabslokaler
Søren Frichs Vej 51 – 53 – sjá kort

Húsið opnar fyrir matargesti kl. 18:30 og fyrir ballgesti kl. 22:00.

Ingó og Veðurguðirnir – eitt mesta stuðband Íslands í dag koma, sjá og sigra
á Þorrablóti Ísfán og Veislustjórar verða Steindi Jr. og Bent – Allir
geðveikt Fresh Fresh

Það verður djamm um kvöldið

EKKI!!!!! missa af þessu 🙂 🙂

Miðaverð í forsölu:

  • Matur og ball 350kr.
  • Ball 150 kr.

Hægt er að millifæra inná reikninginn okkar : Danske Bank reg. 1551 reikn. 16785741
Þið verðið að setja Nafn og símanúmer í skýringu.

Það er þægilegast fyrir okkur ef að þið getið skráð ykkur hérna svo við séum með smá kontrol á öllu saman 😀

Þorrablót ÍSFÁN 2012 er styrkt af eftirfarandi aðilum:

www.dengamleby.dk

www.skemmtigardur.is/smaralind

www.mbl.is

www.salon-reykjavik.dk

www.gokart.is

www.keiluhollin.is

http://www.dengladebarber.dk/

http://www.sveit.is/FarmDetails.aspx?No=382

aarhus.bowlnfun.dk

Jólaball Ísfán á annan í jólum

Hið árlega og sívinsæla jólaball Ísfán verður haldið með pompi og prakt þann 26. desember 2011 á milli klukkan 14 og 16.

Fyrirkomulagið er sem fyrri ár þannig að allir eiga að koma með eitthvað girnilegt á hlaðborðið sem verður glæsilegra með hverju árinu. Það jafnast ekkert á við íslenskt hátíðarhlaðborð!

Það verður hlustað á íslenska jólatónlist, hægt verður að versla íslenskt sælgæti og auðvitað appelsín og malt og þegar allir eru orðnir úttroðnir af
marengstertum, smákökum og heitum brauðréttum þá gæti vel farið svo að
jólasveinninn kíkti í heimsókn og drægi lítil sem og fullorðin börn út á
gólf til að syngja og dansa í kringum jólatréð. Börnin fá svo að sjálfsögðu
glaðning fá sveinka!

Við ætlum að prufa eitt nýtt þetta árið. Sjá hvernig það reynist… Okkur
langar mikið til að skreyta jólatréð einungis með ljósaseríum en biðja svo
ykkur, gesti jólaballsins, um að mæta hver og einn með eitt skraut á tréð,
helst heimagert 😉 og leyfa börnunum að hengja það á tréð þegar þau mæta.
Saman ætlum við því að skreyta tréð okkar og leyfa krökkunum að sjá tréð
breytast og skreytast og vera orðið þeirra tré þegar sveinki mætir og
sönglar með okkur hringinn í kringum það 🙂 Við vonum að þið takið vel í
þetta og hlökkum til að sjá skreytta Ísfán tréð í lok dags.

Þetta er skemmtilegasti barnaviðburður ársins! Ef þið eruð ekki á klakanum
yfir jólin, komið þá endilega og fáið með okkur smá íslenska jólastemmningu
beint í æð.

Ein ábending að lokum… opnunartími verslana í Árósum er að skána (eða
versna…) en er þó ekki nálægt því orðinn jafn geggjaður og á Íslandi þar
sem alltaf er opið allan sólarhringinn… það er því skynsamlegt að versla
inn og undirbúa hvað þú ætlar að koma með á hlaðborðið á meðan verslanir eru
opnar og eitthvað fæst í þeim 😉

Við hlökkum til að sjá ykkur og óskum ykkur gleði og friðar fram að því.

Stjórnin, í þessu líka fína jólaskapi 🙂

Skráðu þig á jólaballið á facebook!