Það styttist í Þorrablót!

Það er ennþá verið að bóka miða á þorrablótið hjá okkur og ennþá til einhverjir miðar þannig við hvetjum alla sem ætla að koma og skemmta sér með okkur og Ingó og Veðurguðunum, sem eru með hressari hljómsveitum landsins.

Þeir ætla sér að taka öll gömlu góðu sveitaballalögin fyrir mig og þig langt fram á nótt.  Ingó og Veðurguðirnir voru á þorrablótinu í Horsens fyrir tveimur árum
og var gríðarleg stemning á því blóti.

Veislustjóri kvöldsins verður enginn annar en Steindi Jr. en hann er
sannkallað gull af manni!

Steindi Jr. er einn ferskasti skemmtikrafturinn á Íslandi í dag og er búin að vera með bráðfyndna þáttaröð á Stöð 2 undanfarin 2 ár.  Hér er hægt að sjá mörg skemmtileg brot úr þáttunum hans.  Honum til halds og trausts á þorrablótinu verður Bent, annar höfundanna og leikstjóri þáttanna Steindinn okkar.  Smelltu hér og pantaðu miða!

Hlökkum til að sjá ykkur 4. febrúar.

Þorrablótsnefnd.

Allir á Þorrablót 2012!

Við munum vera með miðasölu á Waxies, Frederiksgade 16 8000 Aarhus C eftirfarandi föstudaga í janúar:

13. janúar kl:15:00-17:00
20. janúar kl:15:00-17:00
27. janúar kl:15:00-19:00
..ef fólk vil borga eða sækja miðana sína.

Ekki láta þig vanta á Þorrablót ÍSFÁN 2012!