Upplýsingar um miðasölu

Hægt er að nálgast miða á þorrablót Ísfán Aarhus
hjá Sunnevu Mariu Solversdóttir á Bautavej 1, 8210 Aarhus V, alla daga til kl:14:30. Sími 29860700.

Það er hægt að nálgast miða hjá Skuli Sveinsson eftir kl:17 alla daga á Trillegårdsvej 86 8210 Århus v.
Sími: 29792534

Einnig erum miðar alltaf í Lystrup öll kvöld bara hafa samband við Sunnevu 🙂

Við erum á Cross Cafe & Restaurant
Åboulevarden 66
8000 Aarhus C
Föstudaginn 1. Febrúar kl:16-17
Sunnudaginn 3. Febrúar kl:14-16
Verðum með íslenska fánan á borðinu 😀

Miðasala á Cheers Pub

Jæja kæru þorrablótsfarar.

Ísland mætir Dönum í HM í handbolta á risaskjá á Cheers Við vonum að allir sjái sér fært að mæta á Cheers á morgun til að hvetja okkar landsmenn. Þorrablótsnefnd mun standa fyrir miðasölunni, þeir sem hafa borgað miðana sína geta komið og sótt þá, þeir sem eiga pantað geta komið og borgað og fengið miðana og að lokum þeir sem hvorki hafa borgað eða pantað geta komið og keypt miða 😀
Við höfum heyrt að bjórinn er á 20 kr. á meðan á leiknum stendur. 1 meter af bjór í verðlaun fyrir þann sem veðjar á rétt úrslit.
Leikurinn hefst kl. 20:15. Fordrykkur hefst kl. 19:30.
Hittumst öll hress og kát á morgun við verðum þarna frá kl: 19:00 á Cheers til að hvetja sigurliðið okkar og síðast en ekki síðst að selja miða á þorrablótið.

Sjáumst!

Þorrablót ÍSFÁN 2013

Þorrablót Ísfán verður haldið 9. febrúar í Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen).

Hljómsveitin Dalton Bræður leika fyrir dansi.

Skemmtanastjóri kvöldsins er Tryggvi Rafnsson.

Miðaverð á Þorrablótið í ár er 390 kr í mat og ball og 150 kr á ballið.

Búið er að loka á ðmiðapantanir.