Eru ekki allir í stuði!

Nú er sko heldur betur farið að styttast í veislu ársins í Árósum sem á MORGUN laugardaginn 9. febrúar! Undirbúningur hefur gengið vel og á hafi úti eru nú hundruð kílóa af íslenskum mat komin til Árósa!

Hægt að fá miða á ballið á staðnum…

En þá er nú kominn tími til að huga að praktískum hlutum varðandi þorrablótið. Hér eru nokkrir þeirra.
Undirbúningur fyrir blót:
• Máta fötin
• Pússa skó, láta laga hælinn eða splæsa í nýja?
• Kaupa sokkabuxur?… jafnvel einar auka til að hafa í veskinu…
Þorrablótsdagurinn sjálfur, fyrir blótið:
• Hlaða myndavélina og símann…
• Taka sig til, sparifötin og uppáhalds lyktin! Horfa í spegilinn og segja… ég er æði!!!
• Fá sér fordrykk í góðum félagsskap áður en lagt er af stað… ef vill… en skilja aðra drykki eftir heima. Það er ekki er leyfilegt að hafa með sér áfengi í veisluna.
• Taka með sér upplýsingar fyrir bílstjórann um staðsetningu: 254, Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov
• (sjá: http://www.vejlby-risskov-hallen.dk/images/VRH%20kort%202.jpg
• Húsið opnar fyrir matargesti kl. 18:30 Borðhald byrjar kl:19 og því þarf að mæta tímanlega til vín og finna sætin ykkar
• Koma við í hraðbanka og taka út pening, það eru ekki posar í húsinu.
• Kaupa sígó? Vindil? Ekkert tóbak verður selt á svæðinu.
• Ætlarðu með strætó, þá stoppa 6A, 12 og 45 fyrir utan

Á þorrablótinu:
• Selt verður gos og áfengi á hagstæðu verði, ath aftur… ekki tekið við kortum.
• Aðgöngumiðinn í mat og ball gildir sem happadrættisnúmer í happadrættið. Fleiri vinningar verða þó í boði en hægt verður að kaupa happadrættismiða á staðnum til að vera með í útdrætti um þá vinninga.
• Opnað fyrir ballgesti kl. 22.

Þorrablót eftir ball:
• Alkaseltzer? Kaktus?
• Kók í ísskápnum?
• Hamborgari á línunni?
• Senda myndir á isfan@isfan.dk… Ef þær eru þess eðlis að þær mega sjást 😉

Við hlökkum til að sjá þig og erum viss um að þetta verður frábær kvöld, skemmtileg og frábær veisla! Eru einhverjar upplýsingar sem þér finnst vanta? Sendu okkur þá línu á isfan@isfan.dk og við komum þeim á framfæri á heimasíðu Ísfán og á facebook.

Sjáumst hress og kát!!
Nefndin…