17 Júní hátið ÍSFÁN

Hæ hó jibbí jeii og jibbí jejjjj…

Þá er að koma að 17 júni hátíð Ísfáns enn á ný. Þar sem að sautjándinn lendir víst á mánudegi þetta árið, höfum við ákveðið að halda hátíðina þann 16 svo að sem flestir geti mætt. Þetta verður haldið í Grænlendinga húsinu í Dalgas Avenue 52 niðrí í miðbæ og byrjar klukkan 12. Hægt er að skrá sig á Facebook ef fólk vill, en ekki nauðsynlegt samt sem áður.

Að vanda verður hægt að kaupa íslenskar pylsur og sjoppan verður opin fyrir okkur nammigrísina 🙂 Þau börn sem vilja geta fengið andlitsmálningu og verður hoppukastali á staðnum og vonum við að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir svo hægt verði að nota hann. Reipitog og grettukeppni verða haldin og verða ærleg verðlaun fyrir ljótustu grettuna 🙂

Sjáumst hress og kát og fögnum saman.