Krípíkvöld Ísfán 2. Nóvember 2013

Af tilefni Halloween ætlar Íslendingafélag Árósa að hallda hið árlega nýbúaball að hætti skrímsla, drauga og drungaverum. Í ár verður þetta tvíliðað, annarsvegar verða krípíkrakkar, þar að segja segja veisla fyrir yngri kynslóðina og hins vegar freaky fullorðnir. 

Krípíkrakkaball
Verður haldið í Forsamlingshuset i Fjældevænget 38. 8210 Aarhus V.
Klukkan 12:30 til 15:30.
Enginn aðgangseyrir

Dagskrá
Ísfán býður uppá gos (malt og appelsín meðan byrgðir endast) og djús. Sjoppan verður opin.
Eins og flestir vita þá hefur kökuborð jólaballs Ísfáns alltaf vakið lukku og ætlum við þess vegna að skora á alla foreldra að koma með eitthvað góðmeti (hellst í takt við þemað) og fyrir óhugnanlegasta matinn verða veitt verðlaun.

Verðlaun verða veitt fyrir bestu 3 búningana.

Allir að koma með skæri þar sem að það verður halloween klippiföndur sem verður svo hengt upp í salnum til að gera hann enn óhugnanlegri. Einnig verður draugurinn sleginn úr tunnunni og hægt verður að geta hvað krípið í kassanum er.

Freaky fullorðnir
Verður haldið í Forsamlingshuset i Fjældevænget 38. 8210 Aarhus V.
Klukkan 20 til 01.
Aðgangseyrir: 20 kr. fyrir grímuklæddu hetjurnar, aftur á móti verður lögð 30 kr sekt ofaní fyrir allar búningalausar bleyður.

Léttar veitingar verða í boði og barinn að sjálfsögðu opinn.
Verðlaun verða veitt fyrir besta búninginn.
Vonumst til að sjá sem flesta

STJÓRNIN