Aðalfundur ÍSFÁN 2013

Jæja gott fólk, þá er enn og aftur komið að hinum árlega aðalfundi Ísfáns.
Við stjórnin villjum minna á að þessi fundur er opinn fyrir alla og mælumst til þess að sem flestir mæti þar sem að við höfum verið frekar einmanna á þessum fundum undanfarin ár. Ennfremur villjum við benda á að þetta er líka kjörið tækifæri til að mellda sig í stjórnina bæði vegna þess að við höfum ekki fengið nýtt kjöt inn í 3 ár 🙁 og eins vegna þess að þetta er mjög skemmtilegt starf 😉 Á fundinum verður sett upp hugmyndir um dagsetningar á skemmtanir félagsins 2014 ásamt reynt að betrumbæta starfsemi félagsins (að vanda) 😉 Frábært væri að fá sem flesta með ferskar hugmyndir og ráð svo koma svo folkens, YOU CAN DO IT 🙂

Fundurinn fer fram í grænlendinga húsinu. Dalgas avenue 52. 8000 aarhus þann 26. Nóvember. Klukkan 19:30

Saknaðarkveðja
Stjórnin