Hryllileg hrekkjavaka

8 Nóvember kl:14-17 og 20-02 í Snogebæksvej 42 8210 Aarhus V

Nú er að koma að hinu árlega hrekkjavökuballi Ísfáns.
Laugardaginn 8. Nóvember næstkomandi ætlum við að bjóða drungalegum verum í haustfagnaðinn.

Þar sem að barnahrekkjavakan í fyrra vakti mikla lukku, verður hún að sjálfsögðu endurtekin, og byrjar barnaballið kl: 14 til 17. Rétt eins og í fyrra verður hlaðborð með hryllingsréttum og verðlaun fyrir mesta ógeðsréttinn, verðlaun fyrir besta búninginn, sjoppa, og alls kyns skemmtileg afþreying.

Seinna um kvöldið verður svo fullorðins. Húsið opnar kl:20 og lokar kl: 02:00. Hér verða líka veitt verðlaun fyrir besta búninginn og mun hefðin standa að þeir sem eru búningalausir greiða skammargjald uppá heilar 30 krónur við innganginn. Hægt verður að kaupa ódýrann bjór og áfengi og boðið verður uppá smá snakk.

Hlökkum til að sjá sem flesta
STJÓRNIN