Konukvöld Ísfáns 2015

Jæja þá er loksins komið að stærsta kvennaviðburði okkar þetta árið!!

Hið frábæra Konukvöld Ísfán verður haldið laugardaginn 19.september í Fælleshuset við Snogebæksvej 42.

Þetta er besti tíminn til að skella sér á upplífgandi viðburð með frábærum konum, takiði fram fína dressið og háu hælana því kvöldið er algjörlega okkar.

Húsið opnar klukkan 18.00 með fordrykk
Klukkan 19.00 verður framreiddur dömulegur kvöldmatur

Eitthvað verður af uppákomum s.s happdrætti, atriði sem enginn á eftir að gleyma, góður 3 rétta matur og svo verður spiluð tónlist fram eftir nóttu Allt þetta í frábærum félagsskap sem gerir upplifunina enn betri

Húsið lokar klukkan 02:00

Miðaverð er aðeins 200kr

Selt verður gos, vín og bjór á staðnum gegn vægu gjaldi

Miðapantanir í síma : 29860700 (eftir klukkan 17) og á netfanginu sunnevadesign@gmail.com
Ath! Ekki verða seldir miðar við innganginn!

Allar konur eru velkomnar á meðan húsrúm leyfir því síðast komust færri að en vildu,
svo endilega tryggið ykkur miða sem fyrst.