17. Júní 2016

Þá styttist í þjóðhátíðarfögnuð Íslendingafélagsins þann 18. júní 2016!

Við fögnum í Det Gønlandske Hus á Dalgas Ave 52, 8000 Aarhus C

Við byrjum á skrúðgöngu kl 14:00

Gaman ef þið gætuð tekið með trommur, potta, skeiðar eða annað sniðugt. Við munum ganga saman frá Grænlendingahúsinu og tökum smá rúnt.

Dagskráin hefst kl 14:00:

  • Skrúðganga.
  • Fjallkona flytur ræðu.
  • Það verður andlitsmálning á staðnum og við seljum grillaðar SS pylsum, fána og íslenskt sælgæti (munið reiðufé eða mobilepay).
  • Hoppuborg fyrir stóru krakkana og ein lítil fyrir þau minnstu.
  • Við höfðum hugsað okkur að fara í gömlu íslensku leikina (hlaup í skarðið, inn og út um gluggann, fram fram fylking…)

Gerið ykkur glaðan dag með okkur kæru landar.

Meiri upplýsingar eru á Facebook https://www.facebook.com/events/1138139409561115/ og þar er líka hægt að skrá sig af maður vill. Þess þarf þó ekki til að mæta.

Munið að þið getið pantað nammi fyrirfram i pöntunarforminu hér:
https://docs.google.com/forms/d/1ir1oKr6scu06Mehh9s6qkZffJn9qqZlm_3xNqCw5CMU/viewform?c=0&w=1

Sjáumst öll sem eitt
Stjórnin

Endilega bjóðið vinum 🙂