Karlsvagninn er kominn út í kilju í Danmörku

Karlsvagninn, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, er kominn út í kilju í Danmörku.

Bókin kom út innbundin hjá <a href=”http://www.gyldendal.dk/boeger-til-voksne/skoenlitteratur-digte/9788702093322/karlsvognen”>Gyldendal</a>

Danskur titill: Karlsvognen
Þýðandi: Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir
Forlag: GYLDENDALpaperback
www.gyldendal.dk
175 bls
ISBN: 9788702117943

Augun þín sáu mig er komin út í Danmörku

Skáldsagan Augu þín sáu mig eftir Sjón er komin út í Danmörku.  Bókin kom fyrst út í Danmörku árið 2002 hjá forlaginu Vindrose.

Frábærir dómar hafa þegar birst í dönskum blöðum. M.a.:
“Surrealistisk magi. Sjældent har man set så smukt og effektivt et bevis på den gamle receptionsæstetiske tese: at enhver bog skaber og forandrer sin læser.”

Danskur titill: Dine öjne så mig
Þýðandi: Kim Lembek
Forlag. C&K Forlag
www.ckforlag.dk
ISBN: 9788792523068
220 bls.

Gyrðir Elíasson í Danmörku

Gyrðir Elíasson, sem hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011, er í Danmörku þessa dagana að kynna verðlaunabókina, smásagnasafnið “Milli trjánna”.

Þriðjudagskvöldið 30. ágúst kl. 20 ræðir hann bókina í Konunglega Bókasafninu (Den Sorte Diamant) í Kaupmannahöfn, fimmtudagskvöldið á listasafninu Louisiana í Humlebæk og á sunnudaginn kemur á bókmenntahátíðinni “Vild med Ord” í Árósum. Gyrðir kemur svo aftur til Danmerkur í nóvember og verður þá m.a. í LiteraturHaus í Kaupmannahöfn þann 10. nóvember.

“Milli trjánna” kom út á dönsku þann 23. ágúst sl. og hefur fengið stórkostlega dóma í öllum helstu dagblöðum Dana.

Nánari upplýsingar á www.forlagettorgard.dk

Skáldsagan Ofsi, eftir Einar Kárason

Skáldsagan Ofsi, eftir Einar Kárason, kom út í Danmörku fyrr á þessu ári.
Danskur titill: Raseri
Þýðandi: Kim Lembek
Folag: Gyldendal
www.gyldendal.dk
ISBN: 978 87 02 09985 0
203 bls.
For further information please contact:
Forlagid Publishing, Braedraborgarstigur 7, IS 101 Reykjavik, Iceland;
e-mails: ua@forlagid.is, vala@forlagid.is; tel: (+354) 575 5600;

www.forlagid.is

Einar Már Guðmundsson í Jónshúsi

Einar Már Guðmundsson kynnir nýútkomna bók sína Bankastræti núll í Jónshúsi, fimmtudagskvöldið 16. júní kl. 20. Húsið opnar kl. 19:15. Aðgangur ókeypis.

Léttar veitingar til sölu og einnig verður hægt að kaupa bókina á hagstæðu verði (einungis er tekið við reiðufé – næsti hraðbanki er á Østerport St.).

Bókmenntakvöldið er skipulagt af PILK (Projektgruppen Islandsk Litteratur i København) í samstarfi við Jónshús.

Bankastræti núll
„Á Íslandi er veruleikinn einsog nýtt bókmenntaform. Hann slær öllum skáldskap við. Öfgafullir súrrealistar hljóma einsog raunsæjar kerlingar, glæpasögur einsog vögguvísur og furðusögur hafa ekkert í ímyndunarafl útrásarvíkinganna að gera … Ísland er einsog raunveruleikaþáttur, eldgos í beinni útsendingu og fjármálakreppa sem breytir bankastjórum í eftirlýsta menn.“

Bankastræti núll, sem kom út 26. maí síðastliðinn, hefur undirtitilinn „sögur úr veruleikanum“. Þar skrifar einn fremsti höfundur okkar Íslendinga um samband þjóðlífsins og menningarinnar – ekki ólíkt því og hann gerði í Hvítu bókinni árið 2009.

Hér er viðfangsefnið þrenning bókvitsins, verkvitsins og siðvitsins og hvernig henni hefur verið sundrað, ofurvald fjármálaheimsins, afþreying og reyfarar, eldfjöll, bankar og byltingar. Er annars hægt að kaupa menninguna?

Jónshús
Østervoldgade 12
1350 København K
www.jonshus.dk

PILK – Projektgruppen Islandsk Litteratur i København
www.islandsklitteratur.dk