Auglýsing um aðalfund Ísfáns 2012

Aðalfundur Ísfáns 2012 verður haldinn í Grænlenska húsinu, þriðjudaginn 30. október og hefst kl. 20:00
Det Grønlandske hus
Dalgas Avenue 52
8000 Aarhus C

Aðalfundur er opinn öllum í Aarhus og nágrenni

Á dagskrá aðalfundarins:

 1. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
 2. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá
 3. Kosning formanns.
 4. Kosning annarra stjórnarmanna
 5. Kosning varamanna.
 6. Kosning endurskoðanda
 7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár.
 8. Önnur mál

Aarhus 02.Október 2012
F.h. stjórnar Ísfáns
Sunneva María

Forsetakosningar á Íslandi – Bréfakosningar í Árósum

Frá og með þriðjudeginum 15. maí 2012 og til og með fimmtudeginum 28. júní 2012 er mögulegt að kjósa, með bréfaatkvæðum, hjá Íslenska ræðismanninum í Árósum – Lille Torv 6, 8000 Aarhus C. (rétt hjá Magasin og Dómkirkjunni í Árósum).

ATHUGIÐ að frambjóðendur hafa þar til fimm vikum fyrir kosningardaginn til að gefa kost á sér og því mun endanlegt yfirlit yfir forsetaframbjóðendur fyrst liggja fyrir, mánudaginn 4. júní 2012. Upplýsingar um forsetaframbjóðendur er hægt að finna á www.kosning.is

Til að tryggja að bréfaatkvæðin nái til Íslands fyrir sjálfan kosningadaginn, þarf kosning að hafa átt sér stað ekki seinna en fimmtudaginn 28. júní.

Hægt er að kjósa á opnunartíma skrifstofu ræðismanns – virka daga milli kl. 9:00 og 16:00.

Fyrir þá kjósendur sem ekki hafa möguleika á að kjósa á venjulegum opnunartíma, mun ræðismaður hafa EXTRA OPNUN fimmtudaginn 28. júní 2012, frá kl. 16:00 til kl. 20:00.

Allir kjósendur sem óska þess að taka þátt í bréfakosningunum, þurfa að mæta í eigin persónu á skrifstofu ræðismanns og:

 1. Hafa meðferðis íslensk skilríki, með mynd, þar sem íslensk kennitala kemur fram.
 2. Hafa meðferðis dkr. 15 vegna sendingarkostnaðar.

——-

PRÆSIDENTVALG i ISLAND – AFGIVELSE AF BREVSTEMMER I AARHUS:

Der kan fra tirsdag den 15. maj 2012 og frem til torsdag den 28. juni 2012 kan der afgives STEMME PR. BREV på Det Islandske Konsulat i Aarhus – Lille Torv 6, 8000 Aarhus C. (nær MAGASIN og AARHUS DOMKIRKE).

BEMÆRK at kandidatlister kan indleveres indtil fem uger før valgdagen hvorfor endelig oversigt over præsidentkandidater først vil foreligge mandag den 4. juni 2012. Oplysninger om præsidentkandidater findes på www.kosning.is

For at være sikker på at Brevstemmerne når frem til Island på valgdagen, bør afgivelse af brevstemme ikke ske senere end torsdag den 28. juni.

Afgivelse af Brevstemme kan ske i konsulatets åbningstid – bedst på hverdage mellem kl. 9.00 og 16.00.

For de vælgere der ikke har mulighed for at afgive stemme indenfor dette tidsrum, holder Konsulatet EKSTRAORDINÆRT ÅBENT
Torsdag den 28. juni 2012 –fra kl. 16.00 til kl. 20.00.

Alle vælgere der ønsker at afgive deres stemme pr. brev, skal personligt møde op på konsulatet og

(1) Medbringe Islandske legitimationspapirer (med billede), herunder Islandsk cpr.nr.
(2) Medbringe dkr. 15 til dækning af forsendelsesomkostninger

Skrímslið litla systir mín – leikverk

Sýnt í Norðurbryggju, Kaupmannahöfn sunnudaginn 4. mars kl. 15.00.

Saga um strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið
út á heimsenda og lærir í leiðinni að elska litlu systur sína.

Miðaverð 50 kr. (ókeypis fyrir börn yngri en 2 ára)
Sala: bryggen@bryggen.dk og í síma 3283 3700.

Nýtt íslenskt leikverk, ætlað börnum 4 ára og eldri
SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN segir frá strák sem hefur nýlega eignast litla systur.
Hann kemst reyndar fljótlega að því að hún er ekkert venjulegt barn heldur skrímsli
sem ætlar að éta mömmu hans upp til agna  og kannski bara allan heiminn. Til að
bjarga mömmu sinni og öllum heiminum frá litla skrímslinu, þarf hann að ferðast
gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið austur fyrir solina og
vestur fyrir manann  og í leiðinni lærir hann að elska litlu systur sína.

Skrímslið litla systir mín er leikhúsupplifun fyrir börn í hæsta gæðaflokki þar sem
börnin taka þátt og upplifa í miklu návígi töfra leikhúss, tónlistar og myndlistar.
Hugmyndin að sýningunni byggir á sögu sem sonur Helgu sagði henni þegar litla systir
hans var nýfædd. Leikkonan býður börnunum inní hvítan pappírsheim. Pappírinn lifnar
smám saman við og verður að persónum sögunnar. Leikkonan notar pappír, tónlist og
ljós til að segja þeim sögu. Sögu um það hvernig maður getur lært að elska – jafnvel
skrímsli.

SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN var frumsýnd í Norræna húsinu í Reykjavík 4. febrúar 2012.

Sýningin tekur um 35 mínútur í flutningi og vinnustofan, eftir sýninguna, verður um 45 mínútur.  Sýningin sem ferðast nú til Danmerkur veriður einnig sýnd í Færeyjum og Álandseyjum næsta haust.

Vinnustofa:
Öll leiksýningin  er túlkuð með pappír.  Eftir sýninguna fá börnin tækifæri til að skapa úr pappírnum sem notaður var í sýningunni undir handleiðslu Helgu og Evu Signýjar sem báðar eru myndlistamenn.  Þar verður m.a. hægt að búa til úr pappírnum litla skrímslið sem býr inní okkur öllum.

Listrænir stjórnendur:
HELGA ARNALDS, höfundur, leikmyndahönnuður og flytjandi.
CHARLOTTE BØVING, leikstjóri.
EIVØR PÁLSDÓTTIR, höfundur og flytjandi tónlistar.
PÁLL GUÐMUNDSSON hljóðfærasmiður.
EVA SIGNÝ BERGER búningahönnuður.
JÓHANN BJARNI PÁLMASON ljósahönnuður.
HALLVEIG THORLACIUS ljóðahöfundur.
ÚLFUR ELÍASSON höfundur grunnhugmyndar.

Kosning; Iceave málið

Þjóðarkosning á Íslandi – Bréfakosning í Árósum:  Icesave málið.
Frá og með miðvikudeginum 16. mars 2011 og fram til fimmtudagsins 7. apríl 2011 er möguleiki á að kjósa (bréfkosning) hjá íslenska ræðismanninum í Árósum – Lille Torv 6, 8000 Århus C. (við Magasin og Dómkirkjuna).

Til þess að tryggja að atkvæðin nái til Íslands fyrir sjálfan kosningadaginn, þarf í síðasta lagi að kjósa fimmtudaginn 7. apríl – þó verður skrifstofa ræðismanns einnig opin föstudaginn 8. apríl.

Möguleiki er á því að kjósa á opnunartíma skrifstofu ræðismanns – virka daga milli kl. 9.00 og 16.00.

Fyrir þá kjósendur sem ekki hafa tök á því að kjósa á venjulegum opnunartíma skrifstofu ræðismanns, er bent á sérlegan opnunartíma:
Fimmtudaginn 7. apríl frá kl. 16.00 til kl. 20.00.

Allir kjósendur sem óska að gefa atkvæði sitt, verða sjálfir að mæta á staðinn og hafa með:

 • Íslensk skilríki (með mynd), þar sem fram kemur íslensk kennitala.
 • 10 kr. danskar fyrir sendingarkostnaði.