Auglýsing um aðalfund Ísfáns 2012

Aðalfundur Ísfáns 2012 verður haldinn í Grænlenska húsinu, þriðjudaginn 30. október og hefst kl. 20:00
Det Grønlandske hus
Dalgas Avenue 52
8000 Aarhus C

Aðalfundur er opinn öllum í Aarhus og nágrenni

Á dagskrá aðalfundarins:

 1. Skýrsla stjórnar og umræður um hana
 2. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá
 3. Kosning formanns.
 4. Kosning annarra stjórnarmanna
 5. Kosning varamanna.
 6. Kosning endurskoðanda
 7. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár.
 8. Önnur mál

Aarhus 02.Október 2012
F.h. stjórnar Ísfáns
Sunneva María

Fundargerð aðalfundar ÍSFÁN

Sunnudaginn 9. október 2011 var haldinn aðalfundur Íslendingafélagsins í Árósum og nágrenni, Ísfán. Fundurinn var haldinn í Grænlendingahúsinu. Mættir voru 12 félagar.

Gjaldkeri félagsins setti fundinn og sá um fundarstjórn. Fundarmenn voru boðnir velkomnir og var dagskrá fundarins kynnt og var eftirfarandi:

 • Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár. Varaformaður kynnti liðna atburði á vegum félagsins.
 • Reikninar og uppgjör nýliðins starfsárs. Gjaldkeri kynnti uppgjör félagsins og uppgjör mismunandi viðburða.
 • Kosning nýrrar stjórnar.
 • Önnur mál.

Skýrsla stjórnar

Mjöll ritari las upp skýrslu þar sem farið var yfir liðið starfsár og þá viðburði sem félagið hafði staðið fyrir. Skýrslan var þá samþykkt af fundarmönnum.

Reikningar félagsins

Svala gjaldkeri las yfir reikninga félagsins og fór fram nokkur umræða um mismunandi útgjalda- og tekjuliði og heildaruppgjör félagsins, reikningar voru þá samþykktir af fundarmönnum.

Kosningar nýrrar stjórnar

Þá var gengið til kosninga til nýrrar stjórnar. Fyrir lá að Sunneva og Birgitta gæfu áfram kost á sér í stórn, ásamt því að Svala gæfi kost á sér áfram sem gjaldkera félagsins. Þar sem heimasíða félagsins þar verulega á því að halda að vera tekin í gegn og sérstaklega hugað að kynningu félagsins á netinu og á facebook, þá var í fyrsta sinn kjörinn sérstakur vefstjóri sem auk þess situr í stjórn þó viðkomandi hafi þar ekki öðrum skildum að gegna umfram áhuga og getu.

Ný kjörin stjórn Ísfán og stöður í stjórn eru eftirfarandi:

Sunneva María Sólversdóttir, formaður
Svala Hilmisdóttir Thorarensen, gjaldkeri
Pamela Þórðardóttir, ritari og varaformaður
Anna Helgadóttir, vefstjóri
Birgitta Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
Gunnar, meðstjórnandi
Óli, meðstjórnandi
Skúli, meðstjórnandi
Stefán Þórsson, meðstjórnandi

Önnur mál

Þorrablót. Þorrablótið var rætt og ýmis atriði sem fráfarandi nefnd vildi koma á framfæri til nýrrar stjórnar varðandi skipulag og vinnulag. Ný þorrablótsnefnd mun taka til starfa hið fyrsta en auglýst hefur verið eftir fleiri meðlimum í nefndina og tekið á móti áhugasömum laugardaginn 15. Okt kl. 18:30.

Fundir með sendiherra. Sendiherra Íslands í Danmörku hefur boðið forsvarsmönnum íslendingafélagana á fund þar sem rædd verður starfssemi félaganna og þau atriði sem félögin eiga sameiginlegt og geta ef til vill hjálpast að með. Sunneva hefur tilkynnt komu tveggja til þriggja úr stjórn Ísfán en hún mun sjá um að fá með sér einhverja með reynslu úr stjórn.

Ný stjórn þakkar fyrir auðsýnt traust og hlakkar til að takast á við krefjandi en umfram allt skemmtilegt starfsár Íslendingafélagsins í Árósum. Þá er fráfarandi stjórn þakkað fyrir vel unnin störf.

Næsti fundur stjórnar er boðaður laugardaginn 15. október 2011 á Waxies kl. 18:00.

Mjöll Jónsdóttir
Fráfarandi ritari stjórnar Ísfán

Aðalfundur ÍSFÁN 2011

Kæru félagar

Stjórn Ísfán vill byrja á því að þakka fyrir gott starfsár þar sem þeir viðburðir sem haldnir voru á vegum félagsins voru vel sóttir.

Nú er komið að nýju starfsári og hefst það með aðalfundi félagsins sem haldinn verður sunnudaginn, 9. oktober, frá kl. 19:00 til ca 20:30.  Fundurinn verður haldinn í Grænlendingahúsinu, sjá staðsetningu hér.

Ljóst er að hluti stjórnarmanna gefur ekki kost á sér áfram og því þarf að manna nýja stjórn og óskum við hér með eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í starfi vetrarins.

Hægt er að bjóða sig fram i eftirfarandi störf:
Formann- Varaformann – Ritara – Gjaldkera – Meðstjórnendur.  Einnig vantar vefstjóra.

Ef fólk er ekki tilbúið til þess að binda sig í stjórn félagsins er einnig hægt að bjóða sig fram til þess að sjá um eða aðstoða við einstaka atburði.

Í tengslum við aðalfundinn verður opin sjoppa með Egils appelsíni og íslensku nammi á hagstæðu verði.

Hægt að koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum til núverandi stjórnar með því að senda tölvupóst á netfangið isfan@isfan.dk

Með bestu kveðju
Stjórn Ísfán

Okkur vantar fólk!

Nú fer senn að líða að aðalfundi stjórnar Ísfán.  Vegna mikilla anna, flutninga o.s.frv. þurfa nokkrir stjórnarmeðlima því miður að láta af formlegum störfum í stjórn ÍSFÁN og því opnast möguleiki fyrir aðra skemmtilega einstaklinga að taka þátt.   Það sem aðallega felst í stjórnarstörfum er að skipuleggja og undirbúa viðburði á vegum félagsins. Meðlimir eru á bilinu 5-7 en svo eru allar auka hendur ávallt vel þegnar.

Eins er staða vefstjóra opin en vefstjóri sér um heimasíðu félagsins, setur upp auglýsingar o.s.frv. en hann er jafnframt meðlimur stjórnar og tekur því þátt í öðrum stjórnarstörfum.

Loks vantar fólk í þorrablótsnefnd. Nefndin tekur til starfa hvað úr hverju og sér um að skipuleggja og undirbúa þorrablótið sem haldið er í febrúar, einn skemmtilegasta viðburð ársins. Meðlimir í þorrablótsnefnd eru á bilinu 5-7 en ávallt er tekið vel á móti þeim sem vilja leggja fram aðstoð.

Nefndarstörf eru frábær leið til að kynnast skemmtilegu fólki, efla samskipta- og skipulagshæfileikana og fyrir þá metnaðargjörnu, bæta ferilskrána. Þetta er skemmtilegt starf sem enginn verður svikinn af.

Allar nánari upplýsingar fást með því að senda póst á isfan@isfan.dk

Ný stjórn ÍSFÁN

Stjórnina skipa:

 • Formaður:  Árni Þór Eyþórsson
 • Varaformaður og ritari:  Mjöll Jónsdóttir
 • Gjaldkeri:  Svala Hilmis Thorarensen
 • Meðstjórnandi og vefstjóri:  Hrefna Kap Gunnarsdóttir
 • Meðstjórnandi:  Sveinn Arnar Steinsson
 • Meðstjórnandi:  Eyrún Kristín Olgeirsdóttir
 • Meðstjórnandi:  Eva Lísa Bjarklind

Framhaldsaðalfundur hjá ÍSFÁN, laugardaginn 13. nóvember 2010

Stjórn ÍSFÁN vill þakka öllum þeim sem brugðust við tilkynningu okkar, um að vegna dræmrar þáttöku á aðalfundi félagsins, sæjum við ekki annað í stöðunni en að starf félagsins leggðist niður, svo framarlega sem enginn biði sig fram til stjórnarstarfa.

Nú þegar hafa nokkrir áhugasamir haft samband og eru tilbúnir til að leggja félaginu til krafta sína og því viljum við efna til framhaldsaðalfundar.

Fundurinn verður haldinn í Grænlendingahúsinu, Dalgas Avenue 52, 8000 Århus, laugardaginn 13. nóvember nk. á milli kl. 14:30 og 16:30.

Við vonum að sem flestir geri sér kleift að mæta, en hafi maður ekki möguleika á því er að sjálfsögðu hægt að hafa samband við stjórn Ísfán á isfan@isfan.dk og koma áhuga sínum á framfæri.

Með bestu kveðju;

Stjórn Ísfán.

Þorrablót ÍSFÁN, 5. febrúar 2011

Eins og flestum er kunnugt um, verður þorrablót Íslendingafélagsins í Árósum haldið laugardaginn 5. febrúar 2011. Þar munu koma fram vinsælustu skemmtikraftar á Íslandi í dag, þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Páll Óskar.

Þorrablótið verður haldið í “Folkedansens hus”, Gjellerupvej 83C, 8230 Åbyhøj, þar sem blótið hefur verið síðustu ár.

Byrjað var að taka við miðapöntunum síðastliðin fimmtudag (28.10.10) og verður að segjast að það varð allt vitlaust. Það seldist upp í matinn á tveimur sólarhringum og er óhætt að segja að það hafi ekki gerst áður í sögu félagsins.

Nú þegar eru komnir 30 manns á biðlista í matinn og viljum við benda þeim sem hafa áhuga á að komast í matinn að skrá sig á biðlistann sem fyrst, því ljóst er að ef aðsóknin verður gríðarlega mikil, verður reynt að finna úrræði til að koma sem flestum að.

Hægt er að skrá sig á biðlistann með því að senda tölvupóst á: thorrablot@isfan.dk með nafni, símanúmeri og fjöldi miða. Miðapantanir á ballið fara í gegnum sama netfang. Við mælum með að þeir sem ætla á ballið, panti í tíma til að tryggja sér miða.

Við þökkum fyrir þessar frábæru viðtökur! Þið eruð frábær 🙂 Það er greinilegt að það er mikil þorrastemmning hjá Íslendingum í Árósum og nágrenni.

Hægt verður að finna allar upplýsingar um þorrablótið á facebook: Århus thorrablót

Kynningarmyndband Århus thorrablóts

Með bestu kveðju; Þorraþrællinn