Þorrablót ÍSFÁN 2017

Kæra Aarhus og nágrenni, þá er komið að því! Þorrablót Ísfán 2017!

Í þetta skipti verður það haldið í Sav-vaerket sem liggur til húsa í Søren Nymarksvej 8A, 8270 Højbjerg

Húsið opnar kl: 18:30.
Borðhald hefst: 19:00.

Kraftlyfting er hljómsveit án hliðstæðu, ósvikin íslensk ballgrúppa. Spila eins og englar, dansa eins og djöflar og klæða sig eins og kóngafólk. Meðlimir sveitarinnar eru ballvanir langt aftur í ættir, allir sem einn, og hærra hlutfall dansandi gesta finnurðu ekki annars staðar en á balli með Kraftlyftingu.
Þeir ætla að heiðra okkur að þessu sinni með nærveru sinni og skemmta okkur langt fram á nótt.

Opnað fyrir ballgesti kl 22.

Við tökum ekki á móti kortum svo munið að taka út pening fyrir blótið

Hlökkum til að sjá ykkur öll í ykkar fínasta pússi, með sparibrosið.

Best er skrá sig á Facebook atburðinn hérna svo þið fáið nýjustu upplýsingar örugglega

Kveðja, Þorrablótsnefnd Ísfán.
ATH. Nánari upplýsingar koma inn seinna.

Þorrablót ÍSFÁN 2016

Kæra Aarhus og nágrenni, þá er komið að því!

Þorrablót Ísfán 2016!

Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen), Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov

Laugardaginn 30. Janúar 2016.
Húsið opnar kl: 18:30. Borðhald hefst: 19:00

Núna er spenningurinn fyrir þorrablótinu okkar að vaxa dag frá degi.
Hljómsveitina Á móti sól þekkið þið öll en það vill svo skemmtilega til að Á móti sól er EKKI að koma og spila fyrir okkur……. heldur eitthvað svo miklu betra.
Hljómsveitin Góðgæti & Glæsimenni verða löðrandi léttir á sviðinu og eru búnir að lofa því að hjálpa okkur að rífa lakkið af parketinu í bullandi dansfílíng. En svo öllu sé til haga haldið er hljómsveitin Góðgæti & Glæsimenni í grunninn Á móti sól. Hann Magni, forsöngvari, kemst ekki og því hefur verið gengið frá tímamóta samningi við Bessa Th. til að ,,fronta“ bandið. Bessi mun svo að auki veislustýra þorrablótinu.

Þessi Bessi hefur verið að veislustýra og skemmta um allan heim undanfarin misseri og ætlar að missa sig gersamlega fyrir okkur.
Til þess að við fáum að kynnast honum og líka til að peppa okkur fyrir blótið ætla þeir félagar í GogG að vera með einhverja vitleysu á nýja SnapChatinu okkar: isfanaarhus (meigið endilega adda okkur :)) Þar verðum við í nefndin líka með upplýsingar og eitthvað gleðilegt í gangi.

Jónas Oddur Björnsson, matreiðslumeistari ætlar að koma enn einu sinni og sjá til þess að hlaðborðið verði óaðfinnanlegt að vanda.

Miðaverð Í mat og ball er 400 kr.
Miðaverð á ball er 150 kr.

Miðapantanir fara fram hér:
https://docs.google.com/forms/d/1aXTychgjYjg0432etao9U0fiqqZHAGspcmXJbPymmpY/viewform

Greiða skal inn á Danske bank síðasta lagi 18. janúar Muna að að skrifa símanúmer og nafn

Reg:1551
Ktn:16785741

Hlökkum til að sjá ykkur öll í ykkar fínasta pússi, með sparibrosið.

Kveðja, Þorrablótsnefnd Ísfán.

Þorrablót ÍSFÁN 2015

Kæra Aarhus og nágrenni, þá er komið að því!

Þorrablót Ísfán 2015!

Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen), Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov

Laugardaginn 31. Janúar 2015.
Húsið opnar kl: 18:30. Borðhald hefst: 19:00

Kraftlyfting er hljómsveit án hliðstæðu, ósvikin íslensk ballgrúppa. Spila eins og englar, dansa eins og djöflar og klæða sig eins og kóngafólk. Meðlimir sveitarinnar eru ballvanir langt aftur í ættir, allir sem einn, og hærra hlutfall dansandi gesta finnurðu ekki annars staðar en á balli með Kraftlyftingu.
Þeir ætla að heiðra okkur að þessu sinni með nærveru sinni og skemmta okkur langt fram á nótt.

Jónas Oddur Björnsson, matreiðslumeistari ætlar að koma aftur og sjá til þess að hlaðborðið verði óaðfinnanlegt.

Miðaverð Í mat og ball er 400 kr.
Miðaverð á ball er 150 kr.

Miðapantanir fara fram hér:
https://docs.google.com/forms/d/1i6jXnYS2HONcovva75j8YotfMAw0QD6jFvr7AwgR81k/viewform

Greiða skal inn á Danske bank síðasta lagi 16. janúar Muna að að skrifa símanúmer og nafn

Reg:1551
Ktn:16785741

Hlökkum til að sjá ykkur öll í ykkar fínasta pússi, með sparibrosið.

Kveðja, Þorrablótsnefnd Ísfán.

Nú styttist í Þorrablót

Nú eu bara nokkrir dagar í þorrablótið og hérna þessar síðustu mikilvægu upplýsingar um blótið.

Fyrir þá sem ekki vita þá er blótið á Laugardaginn 8. Febrúar 2014.
Húsið opnar kl: 18:30. Borðhald hefst: 19:00.
Opnað fyrir ballgesti kl 22.

Blótið er haldið í Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen), Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov. Strætó 6A, 12 og 14 aka þangað.

Það eru ennþá til miðar á þorrablótið og hvetjum við alla til að panta sér miða sem ekki eru búnir að því.

Þeir sem vilja panta borð er bent á að senda mail með nafni og fjölda inná bord@isfan.dk

Til að nálgast miðana er hægt að hafa samband við okkur eða bara fá hann afhenta þegar þú mætir á þorrablótið.
Endilega veriði í sambandi við okkur og nálgisti miðana í vikunni, ef þið hafið tök á. (Það er líka hægt að greiða hjá okkur)

Ólafur, miðbænum. S: 52228119
Skuli, Trillegarden. S:29792534
Aðalheiður, Tilst S: 51783818
Sunneva, Lystrup S: 29860700

Við tökum ekki á móti kortum svo munið að taka út pening fyrir blótið.

Ef að það eru einhverjar fleiri spurningar er ykkur velkomið að hringja í Óla í síma 52228119 eða skrifa á Facebook grúppuna okkar.

Með bestu kveðju, Þorrablótsnefnd Aarhus.

Þorrablót ÍSFÁN 2014

Kæra Aarhus og nágreni, þá er komið að því!

Ísfán og Icelandair kynna: Þorrablót Ísfán 2014!

Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen), Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov

Laugardaginn 8. Febrúar 2014.
Húsið opnar kl: 18:30. Borðhald hefst: 19:00

Hér er hægt að panta miða á blótið.

Helga Braga Jónsdóttir, okkar ástkæra leikkona og skemmtikraftur ætlar að sjá til þess að engum leiðist á þorrablótinu.

Dalton bræður sem stóðu sig hreint frábærlega í fyrra, og skulda víst nokkur skópör ætla að heiðra okkur með nærveru sinni og skemmta okkur langt fram á nótt.

Jónas Oddur Björnsson, matreiðslumeistari ætlar að koma aftur og sjá til þess að hlaðborðið verði óaðfinnanlegt.

Miðaverð Í mat og ball er 400 kr.
Miðaverð á ball er 150 kr.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í ykkar fínasta pússi, með sparibrosið.

Kveðja, Þorrablótsnefnd Ísfán.

Eru ekki allir í stuði!

Nú er sko heldur betur farið að styttast í veislu ársins í Árósum sem á MORGUN laugardaginn 9. febrúar! Undirbúningur hefur gengið vel og á hafi úti eru nú hundruð kílóa af íslenskum mat komin til Árósa!

Hægt að fá miða á ballið á staðnum…

En þá er nú kominn tími til að huga að praktískum hlutum varðandi þorrablótið. Hér eru nokkrir þeirra.
Undirbúningur fyrir blót:
• Máta fötin
• Pússa skó, láta laga hælinn eða splæsa í nýja?
• Kaupa sokkabuxur?… jafnvel einar auka til að hafa í veskinu…
Þorrablótsdagurinn sjálfur, fyrir blótið:
• Hlaða myndavélina og símann…
• Taka sig til, sparifötin og uppáhalds lyktin! Horfa í spegilinn og segja… ég er æði!!!
• Fá sér fordrykk í góðum félagsskap áður en lagt er af stað… ef vill… en skilja aðra drykki eftir heima. Það er ekki er leyfilegt að hafa með sér áfengi í veisluna.
• Taka með sér upplýsingar fyrir bílstjórann um staðsetningu: 254, Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov
• (sjá: http://www.vejlby-risskov-hallen.dk/images/VRH%20kort%202.jpg
• Húsið opnar fyrir matargesti kl. 18:30 Borðhald byrjar kl:19 og því þarf að mæta tímanlega til vín og finna sætin ykkar
• Koma við í hraðbanka og taka út pening, það eru ekki posar í húsinu.
• Kaupa sígó? Vindil? Ekkert tóbak verður selt á svæðinu.
• Ætlarðu með strætó, þá stoppa 6A, 12 og 45 fyrir utan

Á þorrablótinu:
• Selt verður gos og áfengi á hagstæðu verði, ath aftur… ekki tekið við kortum.
• Aðgöngumiðinn í mat og ball gildir sem happadrættisnúmer í happadrættið. Fleiri vinningar verða þó í boði en hægt verður að kaupa happadrættismiða á staðnum til að vera með í útdrætti um þá vinninga.
• Opnað fyrir ballgesti kl. 22.

Þorrablót eftir ball:
• Alkaseltzer? Kaktus?
• Kók í ísskápnum?
• Hamborgari á línunni?
• Senda myndir á isfan@isfan.dk… Ef þær eru þess eðlis að þær mega sjást 😉

Við hlökkum til að sjá þig og erum viss um að þetta verður frábær kvöld, skemmtileg og frábær veisla! Eru einhverjar upplýsingar sem þér finnst vanta? Sendu okkur þá línu á isfan@isfan.dk og við komum þeim á framfæri á heimasíðu Ísfán og á facebook.

Sjáumst hress og kát!!
Nefndin…

Upplýsingar um miðasölu

Hægt er að nálgast miða á þorrablót Ísfán Aarhus
hjá Sunnevu Mariu Solversdóttir á Bautavej 1, 8210 Aarhus V, alla daga til kl:14:30. Sími 29860700.

Það er hægt að nálgast miða hjá Skuli Sveinsson eftir kl:17 alla daga á Trillegårdsvej 86 8210 Århus v.
Sími: 29792534

Einnig erum miðar alltaf í Lystrup öll kvöld bara hafa samband við Sunnevu 🙂

Við erum á Cross Cafe & Restaurant
Åboulevarden 66
8000 Aarhus C
Föstudaginn 1. Febrúar kl:16-17
Sunnudaginn 3. Febrúar kl:14-16
Verðum með íslenska fánan á borðinu 😀

Miðasala á Cheers Pub

Jæja kæru þorrablótsfarar.

Ísland mætir Dönum í HM í handbolta á risaskjá á Cheers Við vonum að allir sjái sér fært að mæta á Cheers á morgun til að hvetja okkar landsmenn. Þorrablótsnefnd mun standa fyrir miðasölunni, þeir sem hafa borgað miðana sína geta komið og sótt þá, þeir sem eiga pantað geta komið og borgað og fengið miðana og að lokum þeir sem hvorki hafa borgað eða pantað geta komið og keypt miða 😀
Við höfum heyrt að bjórinn er á 20 kr. á meðan á leiknum stendur. 1 meter af bjór í verðlaun fyrir þann sem veðjar á rétt úrslit.
Leikurinn hefst kl. 20:15. Fordrykkur hefst kl. 19:30.
Hittumst öll hress og kát á morgun við verðum þarna frá kl: 19:00 á Cheers til að hvetja sigurliðið okkar og síðast en ekki síðst að selja miða á þorrablótið.

Sjáumst!

Þorrablót ÍSFÁN 2013

Þorrablót Ísfán verður haldið 9. febrúar í Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen).

Hljómsveitin Dalton Bræður leika fyrir dansi.

Skemmtanastjóri kvöldsins er Tryggvi Rafnsson.

Miðaverð á Þorrablótið í ár er 390 kr í mat og ball og 150 kr á ballið.

Búið er að loka á ðmiðapantanir.