Herrakvöld ÍSFÁN 2016

Kæru Herrar Aarhus og nágrennis.

Þá er loksins komið að hinu lang-þráða Herrakvöldi Ísfán.
Þetta gleðikvöld verður haldið í Áarstova Hermodsvej 3A, Åbyhøj.
Laugardaginn 22. Október.

Gleði, góður matur, góðir drykkir á barnum og góðir menn í salnum.

Hljómsveit kvöldsins verður einginn önnur en Strípalíurnar og ætla þeir að leika nokkur herrans lög fyrir karlpeninginn en dansgólfið verður lokað nema beðið verði sérstaklega um annað.

Miðaverð eingöngu 200kr.
Innifalið matur, fordrykkur, skemmtiatriði, (og salernisnotkun eftir þörfum).

Húsið opnar kl:18.30.
Happy hour á barnum kl.18:30-19:30.
Maturinn verður borinn fram 19.30.

Greiða verður miðann fyrir þann 18. Október.
Nánari upplýsingar á Eventinu á fb eða hjá Óla í síma 52228119
Ath! Takmarkaður fjöldi.

Taktu vin, bróður, frænda eða pabba þinn með.

Mobile pay eða cash á staðnum.

Forsetakosningar á Íslandi

Forsetakosningar á Íslandi – Bréfakosningar í Árósum

Til og með fimmtudagsins 23. júní, 2016 er mögulegt að kjósa, með BRÉFAATKVÆÐUM, hjá Íslenska ræðismanninum í Árósum – Aaboulevarden 13, 8000 Aarhus C. (með ánni – nálægt DOKK1 í Árósum).

Til að tryggja að bréfaatkvæðin nái til Íslands fyrir sjálfan kosningadaginn, þarf kosning að hafa átt sér stað ekki seinna en fimmtudaginn 23. júní.

Hægt er að kjósa á opnunartíma skrifstofu ræðismanns – virka daga milli kl. 9:00 og 16:00.

Fyrir þá kjósendur sem ekki hafa möguleika á að kjósa á venjulegum opnunartíma, mun ræðismaður hafa EXTRA LANGAN OPNUNARTÍMA Miðvikudaginn 22. júní, frá kl. 16:00 til kl. 20:00.

Allir kjósendur sem óska þess að taka þátt í bréfakosningunum, þurfa að mæta í eigin persónu á skrifstofu ræðismanns og:

 1. Hafa meðferðis íslensk skilríki, með mynd, þar sem íslensk kennitala kemur fram.
 2. Hafa meðferðis dkr. 25 vegna sendingarkostnaðar.

Carl Erik Skovgaard Sørensen

Jólaball ÍSFÁNS 2015

Hó hó hó.
Hið árlega og sívinsæla jólaball Ísfán verður haldið með pompi og prakt Mánudaginn 28. desember 2015 á milli klukkan 14 og 16. Á sama stað og í fyrra.

Skæring forsamlingshus, Egå Møllevej 7, 8250 Egå.

Fyrirkomulagið er sem fyrri árin, þannig að allir eiga að koma með eitthvað girnilegt á hlaðborðið sem verður glæsilegra með hverju árinu. Það jafnast ekkert á við íslenskt hátíðarhlaðborð,med sér íslenskum kleinum,pönnukökum, brauðtertum, marenstertum og mörgum öðrum glæsilegum kræsingum!

Það verður hlustað á íslenska jólatónlist, hægt verður að versla íslenskt sælgæti og auðvitað Malt og appelsín. þegar allir eru orðnir úttroðnir af marengstertum, smákökum og heitum brauðréttum þá gæti vel farið svo að jólasveinninn kíki í heimsókn og dragi lítil sem og fullorðin börn út á gólf til að syngja og dansa í kringum jólatréð. Ætli sveinki lumi ekki á smá glaðning fyrir börnin!

Þetta er skemmtilegasti barnaviðburður ársins! Ef þið eruð ekki á klakanum yfir jólin, komið þá endilega og fáið með okkur smá íslenska jólastemmningu beint í æð.

Við hlökkum til að sjá ykkur og óskum ykkur gleði og friðar fram að því.

Jólaföndur og kósý dagur

Við hittumst núna á Laugardaginn frá kl. 14 til 17 í “Det Grønlandske Hus” í Dalgas Avenue 52, 8000 Aarhus C.

Allir koma með sitt eigið jólaföndur, hægt að dunda sér t.d við að gera jólaskraut, aðventukrans eða það sem okkur dettur í hug.

Katharina Markúsdóttir blómaskreytingameistari verður okkur til aðstoðar með skreytingarnar og hugmyndir.

Boðið verður upp á kaffi og með því.
Hægt verður að kaupa gos og nammi á staðnum af Íslendingafélaginu.

Á Facebook er hægt að sjá meiri upplýsingar og skrá sig ef fólk vill. Ekki nauðsynlegt samt.

Hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi.

Hrekkjavaka í Aarhus

Hæ allir nýjir sem gamlgrónir Árhúsingar!!!

Nú styttist í hrekkjavöku hryllinginn laugardaginn þann 8. nóv.
Þetta er náttúrulega kjörið tækifæri til að kynnast nýju fólki sem og rækta gamlan vinskap. Og við viljum við benda á að allir búningar, hvort sem þeir eru hryllilegur eður ei, eru gjaldgengir. Hinir sem eru óuppklæddir greiða skammar gjald 30 kr. 😀
Barna ballið byrjar kl:14 og fullorðna kl:20.
Ófreskjur og skrimsli eru komnar á ró
Ekki missa af halloween nótt.

Sjáumst hress og kát.

17. Júní

Nú er komið að því, hin árlega þjóðhátíð verður haldin þann 29. Júní i Grænlenska Húsinu kl: 13-16
Nóg verður að gera fyrir börnin ýmsir leikir, andlits máling og úti leikföng (mögulega hoppu borg) svo að krakkarnir geta eitt orkunni og foreldrar geta fengið rólegt kvöld 🙂

Sjoppan verður opin að venju, með alls kyns góðgæti frá Íslandi.
En boðið verður upp á kaffi, kleinur og popp fyrir börnin 😉
Við munum grilla íslenskar pylsur ásamt meðlæti sem selt verður fyrir 5kr.

Hæ hó jiibíí jejj, það er komin 17. Júní

Nú styttist í Þorrablót

Nú eu bara nokkrir dagar í þorrablótið og hérna þessar síðustu mikilvægu upplýsingar um blótið.

Fyrir þá sem ekki vita þá er blótið á Laugardaginn 8. Febrúar 2014.
Húsið opnar kl: 18:30. Borðhald hefst: 19:00.
Opnað fyrir ballgesti kl 22.

Blótið er haldið í Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen), Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov. Strætó 6A, 12 og 14 aka þangað.

Það eru ennþá til miðar á þorrablótið og hvetjum við alla til að panta sér miða sem ekki eru búnir að því.

Þeir sem vilja panta borð er bent á að senda mail með nafni og fjölda inná bord@isfan.dk

Til að nálgast miðana er hægt að hafa samband við okkur eða bara fá hann afhenta þegar þú mætir á þorrablótið.
Endilega veriði í sambandi við okkur og nálgisti miðana í vikunni, ef þið hafið tök á. (Það er líka hægt að greiða hjá okkur)

Ólafur, miðbænum. S: 52228119
Skuli, Trillegarden. S:29792534
Aðalheiður, Tilst S: 51783818
Sunneva, Lystrup S: 29860700

Við tökum ekki á móti kortum svo munið að taka út pening fyrir blótið.

Ef að það eru einhverjar fleiri spurningar er ykkur velkomið að hringja í Óla í síma 52228119 eða skrifa á Facebook grúppuna okkar.

Með bestu kveðju, Þorrablótsnefnd Aarhus.

Takk fyrir Jólaföndrið

Við í stjórninni viljum þakka öllum duglegu föndurstelpunum fyrir yndislega jólahuggu síðastliðin þriðjudag. Allar mættu með jólaskapið og var mikið hlegið. Jólaskreytingarnar vor hver annarri flottari, enda miklar listakonur hér á ferd.

Jólaknús!!!

Mikilvæg skilaboð til Íslendinga erlendis vegna alþingiskosninga 2013:

Frestur til að kæra sig á kjörskrá er 1. desember 2012.
Samfylkingin vill vekja athygli Íslendinga, sem búsettir hafa verið erlendis í lengri tíma, á eftirfarandi:

Vilji íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir hafa verið erlendis í 8 ár eða lengur, kjósa í næstu
alþingiskosningum þurfa þeir að að kæra sig inn á kjörskrá – fyrir 1. desember 2012.

,,Íslenskur ríkisborgari sem búsettur er erlendis getur sótt um að verða tekinn á kjörskrá við kosningar til Alþingis, kjör forseta Íslands og þjóðaratkvæðagreiðslur uppfylli hann neðangreind skilyrði:

 • Að hann hafi íslenskan ríkisborgararétt.
 • Sé 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram.
 • Hafi einhvern tíma á ævinni átt lögheimili á Íslandi og ekki sé liðinn lengri tími en 8 ár frá því hann fluttist þaðan.
 • Hafi sótt sérstaklega um að verða tekinn á kjörskrá, ef liðinn er lengri tími en 8 ár frá því hann átti lögheimili á Íslandi, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag.

Umsókn er fullnægjandi ef hún er:

 • Undirrituð af umsækjanda sjálfum á eyðublað sem þjóðskrá lætur í té.
 • Staðfest af umsækjanda upp á æru og trú að hann sé enn íslenskur ríkisborgari.
 • Útfyllt með fullu nafni umsækjanda, kennitölu hans, heimilisfangi utan Íslands, síðasta lögheimili á Íslandi og hvenær flutt var frá Íslandi.“ (heimild: skra.is)

Umsókn verður því að hafa borist Þjóðskrá Íslands (ekki sendiráði eða ræðismannsskrifstofu) fyrir 1. desember til þess að umsækjandi geti öðlast kosningarrétt við alþingiskosningar 2013.

Hægt er að skila eyðublaðinu rafrænt með því að auðkenna sig fyrst á www.island.is og þá þarf ekki að undirrita. Eyðublaðið er fyllt út og skjalið vistað í tölvunni, því næst er farið í netskil á vefnum til að skila rafrænt. Ef eyðublaðinu er ekki skilað rafrænt skal það undirritað og sent í bréfpósti til Þjóðskrár Íslands eða sent með faxi.

Umsóknareyðublaðið er hér: 
http://www.skra.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5829

Ef þú þarft á frekari upplýsingum eða aðstoð að halda hafðu samband við okkur í síma 00354-4142200 eða kosningar2013@samfylking.is.

Með kveðju frá Samfylkingunni,
Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og Íris Björg Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri alþingiskosninga 2013.

Forsetakosningar á Íslandi – Bréfakosningar í Árósum

Frá og með þriðjudeginum 15. maí 2012 og til og með fimmtudeginum 28. júní 2012 er mögulegt að kjósa, með bréfaatkvæðum, hjá Íslenska ræðismanninum í Árósum – Lille Torv 6, 8000 Aarhus C. (rétt hjá Magasin og Dómkirkjunni í Árósum).

ATHUGIÐ að frambjóðendur hafa þar til fimm vikum fyrir kosningardaginn til að gefa kost á sér og því mun endanlegt yfirlit yfir forsetaframbjóðendur fyrst liggja fyrir, mánudaginn 4. júní 2012. Upplýsingar um forsetaframbjóðendur er hægt að finna á www.kosning.is

Til að tryggja að bréfaatkvæðin nái til Íslands fyrir sjálfan kosningadaginn, þarf kosning að hafa átt sér stað ekki seinna en fimmtudaginn 28. júní.

Hægt er að kjósa á opnunartíma skrifstofu ræðismanns – virka daga milli kl. 9:00 og 16:00.

Fyrir þá kjósendur sem ekki hafa möguleika á að kjósa á venjulegum opnunartíma, mun ræðismaður hafa EXTRA OPNUN fimmtudaginn 28. júní 2012, frá kl. 16:00 til kl. 20:00.

Allir kjósendur sem óska þess að taka þátt í bréfakosningunum, þurfa að mæta í eigin persónu á skrifstofu ræðismanns og:

 1. Hafa meðferðis íslensk skilríki, með mynd, þar sem íslensk kennitala kemur fram.
 2. Hafa meðferðis dkr. 15 vegna sendingarkostnaðar.

——-

PRÆSIDENTVALG i ISLAND – AFGIVELSE AF BREVSTEMMER I AARHUS:

Der kan fra tirsdag den 15. maj 2012 og frem til torsdag den 28. juni 2012 kan der afgives STEMME PR. BREV på Det Islandske Konsulat i Aarhus – Lille Torv 6, 8000 Aarhus C. (nær MAGASIN og AARHUS DOMKIRKE).

BEMÆRK at kandidatlister kan indleveres indtil fem uger før valgdagen hvorfor endelig oversigt over præsidentkandidater først vil foreligge mandag den 4. juni 2012. Oplysninger om præsidentkandidater findes på www.kosning.is

For at være sikker på at Brevstemmerne når frem til Island på valgdagen, bør afgivelse af brevstemme ikke ske senere end torsdag den 28. juni.

Afgivelse af Brevstemme kan ske i konsulatets åbningstid – bedst på hverdage mellem kl. 9.00 og 16.00.

For de vælgere der ikke har mulighed for at afgive stemme indenfor dette tidsrum, holder Konsulatet EKSTRAORDINÆRT ÅBENT
Torsdag den 28. juni 2012 –fra kl. 16.00 til kl. 20.00.

Alle vælgere der ønsker at afgive deres stemme pr. brev, skal personligt møde op på konsulatet og

(1) Medbringe Islandske legitimationspapirer (med billede), herunder Islandsk cpr.nr.
(2) Medbringe dkr. 15 til dækning af forsendelsesomkostninger