Jólaball ÍSFÁN 2016

Hó hó hó.

Hið árlega og sívinsæla jólaball Ísfán verður haldið með pompi og prakt fimmtudag 29. desember 2016 á milli klukkan 15 og 17 í Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen), Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov

Fyrirkomulagið er sem fyrri árin, þannig að allir eiga að koma með eitthvað girnilegt á hlaðborðið sem verður glæsilegra með hverju árinu. Það jafnast ekkert á við íslenskt hátíðarhlaðborð med sér íslenskum kleinum, pönnukökum, brauðtertum, marenstertum og mörgum öðrum glæsilegum kræsingum!

Það verður hlustað á íslenska jólatónlist, hægt verður að versla íslenskt sælgæti og auðvitað Malt og appelsín. þegar allir eru orðnir úttroðnir af marengstertum, smákökum og heitum brauðréttum þá gæti vel farið svo að jólasveinninn kíki í heimsókn og dragi lítil sem og fullorðin börn út á gólf til að syngja og dansa í kringum jólatréð. Ætli sveinki lumi ekki á smá glaðning fyrir börnin!

Þetta er skemmtilegasti barnaviðburður ársins! Ef þið eruð ekki á klakanum yfir jólin, komið þá endilega og fáið með okkur smá íslenska jólastemmningu beint í æð.

Hægt er að skrá komu sína á Facebook hérna.

Við hlökkum til að sjá ykkur og óskum ykkur gleði og friðar fram að því.

Skötuveisla Ísfán 2016

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi…

Hin árlega skötuveisla Ísfán verður haldin hátíðlega laugardaginn 17. desember í Áarstova (Færeyingahúsinu) að Hermodsvej 3A, 8230 Aarhus.
Á boðstólum verður rjúkandi kæst skata, saltfiskur og hefðbundið meðlæti, kartöflur, rófur og hamsatólg.

Verð 150 kr hlaðborð og pylsa á 10kr.
Húsið opnar kl:17.

Bjór verður seldur eitthvað fram eftir nóttu ef að áhugi er fyrir.
Einnig verður hægt að kaupa SS pylsur fyrir gikkina 😉

Hægt er að skrá sig á Facebook til að fá nýjustu upplýsingar.

Meðfylgjandi er skráningarblað í skötuveislu + jólainnkaup!

Merkið bara við þar sem það á við, ef þú t.d. villt bara bara konfekt merkiru þar við fjölda og svo ekkert annað.

Hægt verður að ná í þetta allt í skötuveislunni 17 desember.

Húsnæðið býður aðeins uppá 60 manns.
Ef við fyllum upp í fjöldann, þá tökum við stöðuna þegar að því kemur.

Við keyrum að sjálfsögðu “først til mølle” konceptið 🙂

Svo við séum með nóg fyrir alla viljum við biðja ykkur um að ganga frá pöntunum og greiðslu sem fyrst og í seinasta lagi mánudaginn 28. Nóvember kl 09.00. ( Líka á malti, appelsíni, laufabrauði og konfekti til heimabrúks.)

Hægt er að greiða með millifærslu eða mobilpay:
Millifærsla: Reg: 7120 Konto: 0001411395
Mobilpay: 52905464 – Ísfán Aarhus

Endilega deilið þessu með vinum og vandamönnum 🙂

ATH. Það verður keypt eitthvað nammi líka, en það pöntunarblað kemur seinna.

https://goo.gl/forms/6obgG5cYQKW96U8y2

Hlökkum til að sjá sem flesta…
smell you later…
Stjórnin

17. Júní 2016

Þá styttist í þjóðhátíðarfögnuð Íslendingafélagsins þann 18. júní 2016!

Við fögnum í Det Gønlandske Hus á Dalgas Ave 52, 8000 Aarhus C

Við byrjum á skrúðgöngu kl 14:00

Gaman ef þið gætuð tekið með trommur, potta, skeiðar eða annað sniðugt. Við munum ganga saman frá Grænlendingahúsinu og tökum smá rúnt.

Dagskráin hefst kl 14:00:

 • Skrúðganga.
 • Fjallkona flytur ræðu.
 • Það verður andlitsmálning á staðnum og við seljum grillaðar SS pylsum, fána og íslenskt sælgæti (munið reiðufé eða mobilepay).
 • Hoppuborg fyrir stóru krakkana og ein lítil fyrir þau minnstu.
 • Við höfðum hugsað okkur að fara í gömlu íslensku leikina (hlaup í skarðið, inn og út um gluggann, fram fram fylking…)

Gerið ykkur glaðan dag með okkur kæru landar.

Meiri upplýsingar eru á Facebook https://www.facebook.com/events/1138139409561115/ og þar er líka hægt að skrá sig af maður vill. Þess þarf þó ekki til að mæta.

Munið að þið getið pantað nammi fyrirfram i pöntunarforminu hér:
https://docs.google.com/forms/d/1ir1oKr6scu06Mehh9s6qkZffJn9qqZlm_3xNqCw5CMU/viewform?c=0&w=1

Sjáumst öll sem eitt
Stjórnin

Endilega bjóðið vinum 🙂

Þorrablót ÍSFÁN 2016

Kæra Aarhus og nágrenni, þá er komið að því!

Þorrablót Ísfán 2016!

Vejlby-Risskov Hallen (Margeritsalen), Vejlby Centervej 51, 8240 Risskov

Laugardaginn 30. Janúar 2016.
Húsið opnar kl: 18:30. Borðhald hefst: 19:00

Núna er spenningurinn fyrir þorrablótinu okkar að vaxa dag frá degi.
Hljómsveitina Á móti sól þekkið þið öll en það vill svo skemmtilega til að Á móti sól er EKKI að koma og spila fyrir okkur……. heldur eitthvað svo miklu betra.
Hljómsveitin Góðgæti & Glæsimenni verða löðrandi léttir á sviðinu og eru búnir að lofa því að hjálpa okkur að rífa lakkið af parketinu í bullandi dansfílíng. En svo öllu sé til haga haldið er hljómsveitin Góðgæti & Glæsimenni í grunninn Á móti sól. Hann Magni, forsöngvari, kemst ekki og því hefur verið gengið frá tímamóta samningi við Bessa Th. til að ,,fronta“ bandið. Bessi mun svo að auki veislustýra þorrablótinu.

Þessi Bessi hefur verið að veislustýra og skemmta um allan heim undanfarin misseri og ætlar að missa sig gersamlega fyrir okkur.
Til þess að við fáum að kynnast honum og líka til að peppa okkur fyrir blótið ætla þeir félagar í GogG að vera með einhverja vitleysu á nýja SnapChatinu okkar: isfanaarhus (meigið endilega adda okkur :)) Þar verðum við í nefndin líka með upplýsingar og eitthvað gleðilegt í gangi.

Jónas Oddur Björnsson, matreiðslumeistari ætlar að koma enn einu sinni og sjá til þess að hlaðborðið verði óaðfinnanlegt að vanda.

Miðaverð Í mat og ball er 400 kr.
Miðaverð á ball er 150 kr.

Miðapantanir fara fram hér:
https://docs.google.com/forms/d/1aXTychgjYjg0432etao9U0fiqqZHAGspcmXJbPymmpY/viewform

Greiða skal inn á Danske bank síðasta lagi 18. janúar Muna að að skrifa símanúmer og nafn

Reg:1551
Ktn:16785741

Hlökkum til að sjá ykkur öll í ykkar fínasta pússi, með sparibrosið.

Kveðja, Þorrablótsnefnd Ísfán.

Skötuveisla ÍSFÁN 2015

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi…

Það er komið að hinni sérlega vellyktandi jólahefð Íslendinga, skötuveislunni. Herlegheitin verða haldin þann 18. Desember.

Hlaðborðið byrjar kl 18 og verður haldið í Snogebæksvej 42, 8210 Aarhus V eins og síðasta ár.

Þar sem að skatan er nú bara fyrir þá allra hörðustu, verður einnig saltfiskur fyrir hálfdrættingana. Einnig verður hægt að kaupa pylsur fyrir kjötæturnar. Sjoppan góða verður á sinum stað með allskyns gotteríi og þá einna helst ber að nefna konfekt og malt og appelsín fyrir jólaboðin.

120kr á hlaðborðið og pylsa á 10kr.

Öl verður seldur eitthvað fram eftir kvöldi.

Hlökkum til að sjá sem flesta…
smell you later…
Stjórnin.

Konukvöld Ísfáns 2015

Jæja þá er loksins komið að stærsta kvennaviðburði okkar þetta árið!!

Hið frábæra Konukvöld Ísfán verður haldið laugardaginn 19.september í Fælleshuset við Snogebæksvej 42.

Þetta er besti tíminn til að skella sér á upplífgandi viðburð með frábærum konum, takiði fram fína dressið og háu hælana því kvöldið er algjörlega okkar.

Húsið opnar klukkan 18.00 með fordrykk
Klukkan 19.00 verður framreiddur dömulegur kvöldmatur

Eitthvað verður af uppákomum s.s happdrætti, atriði sem enginn á eftir að gleyma, góður 3 rétta matur og svo verður spiluð tónlist fram eftir nóttu Allt þetta í frábærum félagsskap sem gerir upplifunina enn betri

Húsið lokar klukkan 02:00

Miðaverð er aðeins 200kr

Selt verður gos, vín og bjór á staðnum gegn vægu gjaldi

Miðapantanir í síma : 29860700 (eftir klukkan 17) og á netfanginu sunnevadesign@gmail.com
Ath! Ekki verða seldir miðar við innganginn!

Allar konur eru velkomnar á meðan húsrúm leyfir því síðast komust færri að en vildu,
svo endilega tryggið ykkur miða sem fyrst.

17. Júní 2015

Hæ hó jibíjeij og jibíjeij
Það er að koma 17. Júní

Í því tilefni ætlum við að halda upp á daginn 14.júní frá 13:00 til 16:00 í grænlenska húsinu, líkt og undanfarin ár. Grænlenska húsið er staðsett við Dalgas Avenue 52, 8000 Aarhus. Sami staður og alltaf 🙂

Við verðum með andlitsmálningu fyrir börnin, förum í leiki og eitthvað meira gaman.

(Munið eftir gömlu bókunum fyrir skiftibókamarkaðinn. )

Við verðum með grill á staðnum og verðum með SS pylsur og drykki til sölu. Biðjum við ykkur endilega um að koma með skiptimynt. ( 5, 10 og 20 kr)

Verðlisti:

 • “Ein með öllu”: 10 kr.
 • Djúsferna: 5 kr.
 • Íslenski fáninn: 5 kr.
 • Appelsín/malt: 20 kr.
 • Kippan: 100 kr.
 • Kaffi/Te frítt 🙂

Sjoppan verður auðvitað á sínum stað.

Hlökkum til að sjá ykkur í þjóðhátíðarskapi

Jólaball ÍSFÁN 2014

Hó hó hó.
Hið árlega og sívinsæla jólaball Ísfán verður haldið með pompi og prakt Laugardaginn 27. desember 2014 á milli klukkan 14 og 16. Á sama stað og í fyrra.

Skæring forsamlingshus, Egå Møllevej 7, 8250 Egå.

Fyrirkomulagið er sem fyrri ár þannig að allir eiga að koma með eitthvað girnilegt á hlaðborðið sem verður glæsilegra með hverju árinu. Það jafnast ekkert á við íslenskt hátíðarhlaðborð!

Það verður hlustað á íslenska jólatónlist, hægt verður að versla íslenskt sælgæti og auðvitað appelsín og malt og þegar allir eru orðnir úttroðnir af marengstertum, smákökum og heitum brauðréttum þá gæti vel farið svo að jólasveinninn kíkti í heimsókn og drægi lítil sem og fullorðin börn út á gólf til að syngja og dansa í kringum jólatréð. Börnin fá svo að sjálfsögðu glaðning fá sveinka!

Þetta er skemmtilegasti barnaviðburður ársins! Ef þið eruð ekki á klakanum yfir jólin, komið þá endilega og fáið með okkur smá íslenska jólastemmningu beint í æð. Það er því skynsamlegt að versla inn og undirbúa hvað þú ætlar að koma með á hlaðborðið á meðan verslanir eru opnar og eitthvað fæst í þeim 😉

Hún Mollý Jökulsdóttir kom með þessa frábæru hugmynd að hún vildi syngja út jólin. Hún er buin að finna hljómssveit og ætlar að búia til smá kósý kaffihúsastemingu með íslenskum jólalögum.

Mollý Jökulsdóttir, Andrés ben, Hörður Hermann Valsson og Arnþór Benediktsson ætla því að spila frá ca. kl. 17:00–18:30.
Þeir sem vilja vera áfram eftir jólaballið og hlusta sitja bara sem fastastir. En annars eru allir velkomnir að koma kl. 17 og upplifa smá jólakósý stemningu.

Við hlökkum til að sjá ykkur og óskum ykkur gleði og friðar fram að því.

Skötuveisla ÍSFÁN og laufabrauðs útskurður

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi…

Það er komið að hinni sérlega vellyktandi jólahefð Íslendinga, skötuveislan Herlegheitin verða haldin þann 14 Desember því í ár ætlum við að bjóða upp á laufabrauðs útskurð. Ef áhugi er fyrir því þá þarf að panta og borga laufabrauðið fyrir fram. Verð er 80kr fyrir 20 stk.

Húsið opnar kl 15 þar sem við byrjum að skera út laufabrauð
Hlaðborðið byrjar kl 17
Snogebæksvej 42, 8210 Aarhus V

Þar sem að skatan er nú bara fyrir þá allra hörðustu, verður einnig saltfiskur fyrir hálfdrættingana. Einnig verður hægt að kaupa pylsur fyrir kjötæturnar. Sjoppan góða verður á sinum stað með allskyns gotteríi og þá einna helst ber að nefna malt og appelsín fyrir jólaboðin.

120kr á hlaðborðið og pylsa á 10kr.

Hægt verður að greiða við innganginn en pantanir fara fram hjá Sunnevu Maríu
Sími 29860700 eða
sunnevadesign@gmail.com

Síðasta lagi 30.nóvember.

Hlökkum til að sjá sem flesta… smell you later…
Stjórnin

Hryllileg hrekkjavaka

8 Nóvember kl:14-17 og 20-02 í Snogebæksvej 42 8210 Aarhus V

Nú er að koma að hinu árlega hrekkjavökuballi Ísfáns.
Laugardaginn 8. Nóvember næstkomandi ætlum við að bjóða drungalegum verum í haustfagnaðinn.

Þar sem að barnahrekkjavakan í fyrra vakti mikla lukku, verður hún að sjálfsögðu endurtekin, og byrjar barnaballið kl: 14 til 17. Rétt eins og í fyrra verður hlaðborð með hryllingsréttum og verðlaun fyrir mesta ógeðsréttinn, verðlaun fyrir besta búninginn, sjoppa, og alls kyns skemmtileg afþreying.

Seinna um kvöldið verður svo fullorðins. Húsið opnar kl:20 og lokar kl: 02:00. Hér verða líka veitt verðlaun fyrir besta búninginn og mun hefðin standa að þeir sem eru búningalausir greiða skammargjald uppá heilar 30 krónur við innganginn. Hægt verður að kaupa ódýrann bjór og áfengi og boðið verður uppá smá snakk.

Hlökkum til að sjá sem flesta
STJÓRNIN