Utankjörstaðafundur í Aarhus

Frá Íslenska konsúlnum í Århus:

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá íslenska konsúlnum í Århus vegna kosninga til stjórnlagaþings, þann 27. Nóvember 2010.

Í tengslum við kosningar til stjórnlagaþings á Íslandi, þann 27. nóvember 2010, er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með miðvikudeginum 10. nóvember 2010, til og með fimmtudeginum 25. nóvember 2010, þó ekki seinna en kl. 12:00.

Til að tryggja að atkvæðaseðillinn nái til Íslands fyrir kosningadag, ætti utankjörstaðar atkvæðagreiðsla þó ekki að fara fram seinna en fimmtudaginn 25. Nóvember 2010.
Atkvæðagreiðslan getur farið fram á opnunartíma skrifstofu ræðismannsins, sem er alla virka daga frá kl. 09:00 til kl. 16:00.

Allir þeir sem óska eftir að kjósa, verða að mæta í eigin persónu, á ræðismannaskrifstouna og hafa meðferðis:

  • Íslensk skilríki, með mynd, þar sem íslenska kennitalan kemur fram
  • Hafa meðferðis 10 dkr., til að standa straum af kostnaði vegna sendingar seðilsins til Íslands.

Carl Erik Skovgaard Sørensen, íslenski konsúllinn í Århus

(Skrifstofa ræðismannsins er á Store Torv, beint á móti Sand búðinni. Sama bygging og H&M er í, bara lengra “til hægri” þegar þú stendur fyrir framan H&M búðina  – fjær Magasin og nær Klostertorv)

Framhaldsaðalfundur hjá ÍSFÁN, laugardaginn 13. nóvember 2010

Stjórn ÍSFÁN vill þakka öllum þeim sem brugðust við tilkynningu okkar, um að vegna dræmrar þáttöku á aðalfundi félagsins, sæjum við ekki annað í stöðunni en að starf félagsins leggðist niður, svo framarlega sem enginn biði sig fram til stjórnarstarfa.

Nú þegar hafa nokkrir áhugasamir haft samband og eru tilbúnir til að leggja félaginu til krafta sína og því viljum við efna til framhaldsaðalfundar.

Fundurinn verður haldinn í Grænlendingahúsinu, Dalgas Avenue 52, 8000 Århus, laugardaginn 13. nóvember nk. á milli kl. 14:30 og 16:30.

Við vonum að sem flestir geri sér kleift að mæta, en hafi maður ekki möguleika á því er að sjálfsögðu hægt að hafa samband við stjórn Ísfán á isfan@isfan.dk og koma áhuga sínum á framfæri.

Með bestu kveðju;

Stjórn Ísfán.

Þorrablót ÍSFÁN, 5. febrúar 2011

Eins og flestum er kunnugt um, verður þorrablót Íslendingafélagsins í Árósum haldið laugardaginn 5. febrúar 2011. Þar munu koma fram vinsælustu skemmtikraftar á Íslandi í dag, þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Páll Óskar.

Þorrablótið verður haldið í “Folkedansens hus”, Gjellerupvej 83C, 8230 Åbyhøj, þar sem blótið hefur verið síðustu ár.

Byrjað var að taka við miðapöntunum síðastliðin fimmtudag (28.10.10) og verður að segjast að það varð allt vitlaust. Það seldist upp í matinn á tveimur sólarhringum og er óhætt að segja að það hafi ekki gerst áður í sögu félagsins.

Nú þegar eru komnir 30 manns á biðlista í matinn og viljum við benda þeim sem hafa áhuga á að komast í matinn að skrá sig á biðlistann sem fyrst, því ljóst er að ef aðsóknin verður gríðarlega mikil, verður reynt að finna úrræði til að koma sem flestum að.

Hægt er að skrá sig á biðlistann með því að senda tölvupóst á: thorrablot@isfan.dk með nafni, símanúmeri og fjöldi miða. Miðapantanir á ballið fara í gegnum sama netfang. Við mælum með að þeir sem ætla á ballið, panti í tíma til að tryggja sér miða.

Við þökkum fyrir þessar frábæru viðtökur! Þið eruð frábær 🙂 Það er greinilegt að það er mikil þorrastemmning hjá Íslendingum í Árósum og nágrenni.

Hægt verður að finna allar upplýsingar um þorrablótið á facebook: Århus thorrablót

Kynningarmyndband Århus thorrablóts

Með bestu kveðju; Þorraþrællinn

Fermingarfræðsla fyrir íslensk börn veturinn 2010/2011

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård 24. – 26. sept.

Unglingar koma á mótið víðs vegar að frá Danmörku og einnig koma unglingar frá Svíþjóð og Noregi. Tækifæri gefst til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti.

Á fermingarmótinu samtvinnast nám, leikur og skemmtileg samvera. Hópurinn hefur yfirleitt verið ca. 25-30 manns. Fræðslan heldur áfram eftir þessa helgi með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur og skila verkefnum með tölvupósti. Að vori hittist hópurinn að nýju eina helgi.

Unglingarnir fermast ýmist hér í Danmörku eða heima á Íslandi.

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu í vetur þurfa að skrá sig fyrir 10. sept.

Upplýsingafundur verður í Jónshúsi þann 8. september kl. 20:00. Fyrir þá sem komast ekki þá er sjálfsagt að hafa samband við Margréti eða Lárus.

Til að fá nánari upplýsingar eða skrá sig þá er hægt að hafa samband við umsjónarmann: Lárus í 56149322 / 22131810, eða sóknarnefndarformann; Margréti í 33797717 / 31217716.

Móðurmálskennslan í Árósum

Innritun fyrir næsta skólaár stendur nú yfir og lýkur í lok maí.

Innritunareyðublöð eiga börnin að fá í hendur í skólanum og skal þeim skilað á skrifstofu skólans eða til kennara.

Hægt að sækja, útfylla og prenta út umsóknareyðublöð á nýrri heimasíðu; www.islenskuskolinn.dk eða senda nafn barnsins og kennitölu, nöfn foreldra, upplýsingar um skóla barnsins og hvaða tungumál er talað á heimilinu, til moe@mbu.aarhus.dk.

Mikilvægt er að sem flestir skrái börnin sín til að tryggja áframhaldandi móðurmálskennslu á næsta skólaári. Þetta skólaár (2009-2010) hefur kennslan farið fram í Trige, Elsted og í Árósum, en óvíst er hvernig því verður háttað næsta skólaár. Ákvörðun þess efnis er háð fjölda nemenda hverju sinni og kemur fyrst í ljós í byrjun ágúst hvar kennt verður næsta skólaár.

Vert er að geta þess að kennslan og kennslugögn eru ókeypis og börnin fá strætisvagnakort ef þau þurfa að fara langan veg til kennslunnar.

Allar frekari upplýsingar um fást hjá kennara skólans og einnig er hægt að skoða heimasíðu skólans.

Margrét Þráinsdóttir.
Sími 46 98 70 67 eða 26 76 16 25. E-mail: magga@islenskuskolinn.dk

Tilkynning frá Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde

Islandske ansøgere som opholder sig i Danmark

Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde har afsat en kvart mio. kr. til hjælp
til Islændinge, der opholder sig i Danmark. Hjælpen ydes efter ansøgning
med beløb op til 5.000 kr. pr. ansøger efter en trangsvurdering. En
femtedel af det samlede beløb er allerede disponeret.

Fondet vil sætte pris på ambassadernes, Foreningen Nordens, Dansk-Islandsk
Samfunds og Dansk-Islandsk Fonds eventuelle bistand til at udbrede
kendskabet til ordningen.

Bestyrelsens beslutning om at afsætte et engangsbeløb på en kvart mio. kr.
er taget under hensyn til den vanskelige situation, den økonomiske krise i
Island og den islandske krones kursfald har sat mange herboende islændinge
i. Håndsrækningen er tiltænkt islændinge, som opholder sig i Danmark over
en længere periode og har brug for hjælp til at fuldføre opholdet.
Fastboende islændinge er derimod ikke omfattet.

Ansøgning skal ske på Fondets hjemmeside www.fdis.dk, hvor der er oprettet
en særlig ansøgningsformular. Ansøgningsfristen er 30. april 2009, men kan
evt. forlænges.

Nærmere oplysninger kan fås på Fondets hjemmeside www.fdis.dk, hos Fondets
formand Jørn Lund, tlf. 3313 0660, eller hos Fondets sekretær Per Fischer,
tlf. 7020 4076.


Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde
v. Per Fischer
c/o Udenrigsministeriet
Asiatisk Plads 2
1448 København K
Tlf. 7020 4076
Mail: post@fdis.dk

Móðurmálskennslan í Árósum

Innritun fyrir næsta skólaár stendur nú yfir og lýkur í lok maí.

Innritunareyðublöð eiga börnin að fá í hendur í skólanum og skal þeim skilað á skrifstofu skólans eða til kennara. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Möllevangskólans, www.moellevang-skole.dk eða senda uppl. um barnið til moe@mbu.aarhus.dk.

Mikilvægt er að sem flestir skrái börnin sín til að tryggja áframhaldandi móðurmálskennslu í Árósum á næsta skólaári.

Vert er að geta þess að kennslan og kennslugögn eru ókeypis og börnin fá strætisvagnakort ef þau þurfa að fara langan veg til kennslunnar.

Allar frekari upplýsingar fást hjá kennara skólans.
Margrét Þráinsdóttir, badda@stofanet.dk í síma 46 98 70 67 eða 26 76 16 25.

Dönskuklúbbur á Íslandi fyrir börn sem búið hafa í Danmörku

Á fimmtudögum kl. 17:00-18:30 frá 4. mars til 15. apríl – 6 skipti

Við opnum húsakynni okkar fyrir börn á aldrinum 6 – 10 ára sem vilja viðhalda kunnáttu sinni í danskri tungu. Boðið verður upp á þjálfun í tungumálinu gegnum leiki, þrautir, lestur og spjall. Dönskuklúbburinn er ætlaður börnum sem búið hafa í Danmörku eða eiga danska foreldra.

Dönskuklúbburinn er ætlaður börnum félagsmanna og kostar 2.000 kr.

ATH! Auðvelt er að gerast félagi í Norræna félaginu. Félagsaðild kostar aðeins 2.500 kr. á ári / 1.250 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri.

Dönskuklúbburinn fer fram í húsnæði Norræna félagsins, Óðinsgötu 7. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Norræna félaginu í síma 5510165 og á netfanginu alma@norden.is