Icesave utankjörstaðarkosningar í Aarhus

Tilkynning frá skrifstofu ræðismanns Íslands í Århus:

Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna Icesave samningsins – utankjörstaðarkosningar í Aarhus.

Frá og með fimmtudeginum 28. janúar 2010 og fram til fimmtudags 4. mars 2010 fara fram utankjörstaðarkosningar á skrifstofu ræðismanns Íslands í Aarhus ¬- Lille Torv 6, 8000 Århus C ( nærri Magasín og dómkirkjunni).

Til að öruggt sé að atkvæðið nái til Íslands í tæka tíð ætti kosning ekki að eiga sér stað síðar en fimmtudaginn 4. mars 2010 en þó verður skrifstofa ræðismannsins einnig opin föstudaginn 5. mars 2010.

Kosning utankjörstaðaratkvæða getur átt sér stað á opnunartíma skrifstofunnar, en hentugast er að koma virka daga milli kl. 09.00 og 16.00.

Fyrir þá sem ekki hafa möguleika á því að kjósa á fyrrnefndum tímum mun ræðismannaskrifstofan vera með sérstakan opnunartíma:

Miðvikudag 3. mars 2010 og fimmtudag 4. mars 2010 – báða daga frá kl. 16.00 til 20.00

Allir þeir sem hyggjast kjósa verða að mæta í eigin persónu á ræðismannaskrifstofuna og

  1. hafa meðferðis íslensk skilríki (með mynd) og þar sem fram kemur íslensk kennitala.
  2. borga 10 dkr. vegna sendingarkostnaðar á atkvæði.